Thomas Keller býr til Gnocchi með sveppa- og graskerssósu: Vídeó

Við vorum að bæta tengli á Epicurious matar- og uppskriftavefinn á undir „Uppskriftir“.

Þar er t.d. hægt að nálgast þetta vídeó sem sýnir Thomas Keller búa til Gnocchi á franska vísu. Gnocchi er einstaklega meðfærilegur matur þar sem má skipta út kryddum að vild eða t.d. nota annan ost en þann franska sem Keller notar í þessari uppskrift. Við Rakel höfum t.d. notað brauð eða kartöflur í stað hveitisins sem Keller notar og parmeggiano í stað franska ostsins. Skoðaðu líka þetta vídeó til að sjá hann búa til sveppa- og graskerssósu út á Gnocchi-ið. Einföld tómatsósa (þ.e.a.s. úr ferskum tómötum og basiliku m.a.) klikkar heldur aldrei.

Thomas Keller er einn helsti ofurkokkur Bandaríkjanna með tvo veitingastaði, Per Se í New York og French Laundry í Kalíforníu, sem hafa þrjár Michelin stjörnur. Geri aðrir betur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, frakkland, matur, pasta, sjónvarp, thomas keller, uppskrift, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s