Rioja hvítvín fá að hafa Chardonnay og Sauvignon Blanc

Í þessari frétt á Decanter er fjallað um breytingu á vínlögum í Rioja sem gerir framleiðendum þar kleyft að bæta m.a. þrúgunum Chardonnay og Sauvignon Blanc í hvítvínin.

Einhverjar deilur eru um lagabreytinguna þar sem togast á hugsjónir þeirra sem vilja umfram allt viðhalda hefðinni og þar með útiloka aljþóðaþrúgur eins og Chardonnay og Sauvignon Blanc úr framleiðslu Rioja hvítvína – og þeirra sem finnst hefðin þrengja að sér og vilja því aukið frelsi til að framleiða hvítvín að sínu skapi.

Athugasemdir við fréttina á Decanter eru á báða bóga eins og við mátti búast. Ég sendi sjálfur mína skoðun á þessari frétt og birtist hún vonandi á Decanter eftir helgi. Ég er meira sammála skoðunum frjálshyggjumanna í þessum efnum eins og hans Alders (sem heldur úti Vinography vínblogginu) sem kallar á þessa breytingu „progress“ frekar en „evil globalization“.

Rauðvínin frá Rioja geta verið frábær en man einhver eftir eftiminnilegu hvítvíni frá Rioja sem hann hefur smakkað?

Svarið er örugglega nei. Ekki það að það sé ekki til einhvers staðar eitt og eitt gott hvítvín frá Rioja en líkurnar á að finna það eru hverfandi. Breytingin á lögunum verður líkleg til þess að bæta ímynd hvítvínanna. Hvort Chardonnay og Sauvignon Blanc séu endilega töfraþrúgurnar til að galdra fram góð Rioja hvítvín í framtíðinni skal látið ósagt (mér finnst reyndar Sauvignon Blanc meira spennandi kostur en Chardonnay í þessu sambandi) en aukiið svigrúm og skilningur fyrir viðleitni framleiðenda til þess að betrumbæta hefðina er skref í rétta átt. Verdejo, spánska þrúgan, er líka ný viðbót í þennan kokteil og lofar sú góðu þar sem hún er uppistaðan í prýðilegum hvítvínum frá Rueda.

Fram að þessu hefur Viura (einnig kölluð Macabeo) verið uppistaðan í Rioja hvítvínum, þrúga sem Oz Clarke kallað í bók sinni Grapes and Wines: „a grape which obstinately defies nearly all attempts to turn it into world-class wine.“ Hann nefnir á endanum nokka framleiðendur sem gera bestu vínin úr þrúgunni og er okkar framleiðandi í Rioja, Artadi, þar á meðal.

Við smökkuðum þetta Rioja hvítvín frá Artadi víngerðinni sem ber sama nafn og rauðvínið sem nú fæst í Vínbúðunum, Orobio. Það var prýðilegt en ekki eftiminnilegt og miðað við frábæra flóru rauðvína frá framleiðandanum olli það vonbrigðum. Kannski að Artadi nýti sér nýjar reglur til að endurskoða þetta vín – ég þarf að spyrja hann.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, þrúgur, decanter, fréttir, rioja, spánn, víngerð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s