Áfram Cheval Blanc 1964!

.

Áfram Ísland – tökum Þjóðverja í bóndabeygju á morgun!

En að öðru.

Eins og Cheval Blanc 1964.

Af rausnarskap vinar og vínsafnara áskotnaðist okkur flaska af þessu fágæta víni. Árgangurinn 1964 í Bordeaux var svona bland í poka þar sem vín úr Merlot gerðu það gott á meðan Cabernet Sauvignon fór illa. Framarlega meðal jafningja er Cheval Blanc 1964 (meirihluti Cabernet Franc og rest Merlot) sem Robert Parker gaf 96 stig, eitt besta vín þessa árgangar frá Bordeaux. Hann spáir því líftíma til 2025. Við vorum sjálf hlessa hversu unglegt og sprækt vínið var þótt erfitt sé að sjá fyrir sér frekar þroskun, hvað þá í næstum 20 ár til viðbótar – vínið er jú 42 ára!

Flaskan var vel fyllt upp í háls sem gaf til kynna að það hafði verið vel geymt þessa fjóra áratugi. Liturinn var appelsínubrúnn eins og við var að búast en all dökkur og líflegur. Við drukkum það með lambainnanlærisvöðva sem hafði verið nuddaður með rósmarín, oreganó, salti og pipar og ólífuolíu. Svona gamalt vín þolir ekki flóknari mat en það. Við vorum sátt við þetta vín vægast satt, það var ekki stórt í munni heldur elegant og nett, staldraði stutt við en skildi eftir langan hala. Frábært jafnvægi einfaldlega því aðeins nánast fullkomið vín er svona gott eftir svona langan tíma – ef fullkomið vín er til yfir höfuð. Skemmtileg sveitaelement eins og mold og tjara voru áberandi, nettur ávöxtur og sýra og tannín að sjálfsögðu samrunnin víninu eftir allan þennan tíma.

Á eftir smökkuðum við aðra Bordeaux blöndu en sú var frá Ítalíu. Cabernet Sauvignon og Merlot að hætti Bordeaux búa í bland við Aglianico – Montevetrano 2003. Bragðmikið vín og verulega flott sem malaði eins og köttur undir silkimjúkum hjúp. Nammi.

Síðan komu tveir árgangar af enn einni Bordeaux blöndunni, í þetta skiptið Cabernet Sauvignon, Merlot, Cabernet Franc og Petit Verdot frá d’Arenberg – nánar tiltekið Galvo Garage 2003 og 2004. 2004 var lokað með skrúftappa og þótti okkar það betra vín af tveimur verulega góðum. Verðið er sama og fyrir Laughing Magpie. Líklegast tökum við það inn í vor.

Arnaldo Caprai höfum við flutt inn í tvö ár en aldrei tekið sætvínið Sagrantino di Montefalco Passito enda fágætt vín sem okkur hefur einfaldlega ekki boðist fyrr. Það var svakalega ljúft, óvenju þurrt og létt miðað við sætvín og minnti að mörgu leyti frekar á þétt rauðvín. Frábært með súkkulaði (Amedei konfekt NOTA BENE).

Að lokum – tvær tegundir af grappa. Önnur vel kunnug, Rietine Grappa Chianti Classico, hin splúnkuný, Caprai Grappa Sagrantino di Montefalco. Rieitine er svona grappa hússins hjá okkur en Caprai er líklega álíka gott þótt það rífi aðeins meira í. En er það ekki einmitt það sem grappa á að gera?

Við byrjuðum reyndar á St. Valentin Sauvignon Blanc 2005 með hörpuskelfisk í kryddsmjöri. Um það er svo sem ekkert meira að segja en að þar er sígilt gæðahvítvín á ferðinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, bordeaux, caprai, cheval blanc, d'arenberg, montevetrano, rietine, vínsmökkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s