Monthly Archives: febrúar 2007

Vín og matur með vínsmökkun út um allan bæ

.

Það er mikill áhugi fyrir vínsmökkunum þessa dagana.

Ég fór 5 sinnum á vinnustaði eða í heimahús í febrúar mánuði sem er met.

Það virkar þannig að viðkomandi hefur samband, óskar eftir smakki, og ég mæti með glösin og vínið. Kostnaður er svona 1.500 á manninn og upp úr, allt eftir fjölda og verði vína.

Þar fyrir utan var ein vínsmökkun sem ég skipulagði sjálfur fyrir veitingastaði, önnur fyrir Vínbúðina í Austurstræti og ekki má gleyma Amedei súkkulaðismökkuninni í Vínskólanum.

Smakk.

Færðu inn athugasemd

Filed under vínsmökkun

Leiðbeiningar um vínsmökkun í heimahúsum

Nei, ég hef ekki útbúið svona leiðbeiningar heldur er það breska víntímaritið Decanter sem hefur gefið út þessar leiðbeiningar um það hvernig þú getur skipulagt vínsmökkun heima hjá þér.

Þarna er ýmis konar ágætur fróðleikur, t.d. góðar lýsingar á einkennum helstu þrúganna.

Ef þú nennir ekki að lesa bæklinginn þá má alltaf senda mér póst (vinogmatur@internet.is) og ég mæti bara heim til þín með vínsmakkið í farteskinu.

Færðu inn athugasemd

Filed under þrúgur, decanter, fræðsla, námskeið, vínsmökkun

Vínkeðjan fer af stað – Hildigunnur byrjar

.

Þá er það farið af stað, vínkeðjubloggið

Það virkar þannig að bloggari skrifar um eitthvert vín sem við gefum honum og skorar svo á næsta bloggara til að taka við. Við gefum þá þeim bloggari flösku, hann skorar á næsta og svo koll af kolli.

Eina sem við gerum er að tilnefna vínið og færa það viðkomandi bloggara. Við vitum ekkert hvað bloggaranum kemur til að finnast um það.

Hildigunnur hóf keðjuna í gær. Hún og Jón Lárus smökkuðu vínið The Footbolt. Þeim fannst m.a. „Ilmurinn […] mjög mildur og fínn, minnir á dökk skógarber, sérstaklega brómber.“ Lestu alla fréttina á blogginu hennar Hildigunnar

Hildigunnur hefur skorað á Lindu til að taka við keðjunni.

Við ætlum að láta fyrstu bloggarana fá The Footbolt, þannig fást margar skoðanir á sama víninu.

2 athugasemdir

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Slagorð fyrir Vitiano hvítvínið

Hér eru nokkur slagorð fyrir sem mér datt í hug fyrir Vitiano hvítvínið:

Það er vit í Vitiano!
Það er margt vitlausara en að kaupa Vitiano!
V fyrir Vitiano!
Vitiano fyrir vitringana!
Vitiano er vitinn í þokunni!

Sendu mér þitt slagorð (komment)!

2 athugasemdir

Filed under falesco, slagorð

Ummæli um Amedei súkkulaðinámskeiðið

Hún Sigrún Vala, eigandi Englatárs, sendi okkur þessa góðu kveðju eftir námskeiðið á Miðvikudaginn (birt með hennar leyfi) og kunnum við henni bestu þakkir fyrir sömuleiðis:

Því er skemmst frá að segja, að við áttum „nautnafulla kvöldstund“ [á súkkulaðinámskeiðinu] með fjölda annarra gesta. … átum súkkulaðið góða og smökkuðum það með sérstæðum víunum, ásamt því að fá tillögur af góðum uppskriftum með og úr… öllu saman. Þau Arnar, Dominique og Ásgeir frá… Vín og matur , Vínskólanum og Sandholt Bakarí eru ómissandi fyrir okkur „óþekku“ „gourmet“-„fíklana“. Það sem gersamlega heillaði mig er ástríða þessa fólks […] Ég er hjartanlega ánægð að hafa uppgötvað ykkur.

Kærar þakkir. — Sigrún Vala Valgeirsdóttir, Framkvæmdastjóri og eigandi Englatárs ehf.

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, súkkulaði, ummæli

Dr. Vino fjallar um viðtal La Revue du Vin de France við forsetaefni Frakklands

Dr. Vino var með frétt úr franska víntímaritinu La Revue du Vin de France þar sem Frakklandsforsetaefnin voru spurð um tilfinningar þeirra gagnvart víni.

Dr. Vino hefur sjálfur gert nánari greiningu á svörum forsetaefnanna og skipað þau í embætti eftir því hversu hliðholl honum þótti þau víni.

Í forsetaembættið sjálft setur hann græningjann Domique Voynet sem virtiast hafa verið sú eina sem hafði þekkinga á frönsku víni. Nicolas Sarkozy, sem leiðir nú skoðanakannanir í Frakklandi, sett hann hins vegar í embætti út í sveit enda drekkur sá maður ekki vín nema tilneyddur.

Hver vill svoleiðis mann í embætti Frakklandsforseta?

Og Le Pen? Lestu fréttina hans Dr. Vino til að sjá hvert hann vill setja Le Pen.

Annars er bloggsíðan hans Dr. Vino mjög vel skrifuð og nýverðlaunuð af American Wine Blog Awards 2007 fyrir Best Wine Blog og Best Wine Blog Writing — það er víst einhver smá munur þar á.

Færðu inn athugasemd

Filed under frakkland, pólítík, Vínblogg

Gestgjafinn velur Vitiano hvítvín Bestu kaupin

.

Við eigum þrjú hvítvín í brakandi nýjum Gestgjafanum. Þema vínumfjöllunarinnar að þessu sinni eru vín úr sjaldgæfum þrúgum og verður henni haldið áfram í næsta tölublaði.

Hvítvínin okkar þrjú fá afskaplega góða dóma með Vitiano Bianco 2005 frá Falesco í broddi fylkingar. Ég held bara að sé miðað við verð hafi ekkert vín frá okkur fengið eins góða umfjöllun og einkunn í Gestgjafanum og Vitiano hvítvínið fær núna. Bestu kaupin og 4 1/2 glas og fannst þeim mæðginum Eymari og Dominique það „unaðsleg upplifun“ og „frábær kaup“.

4 1/2 glas er bara „half a glass from greatness“ (fannst þetta hljóma svo flott að ég varð að hafa það á ensku) fyrir vín á aðeins 1.590 kr.

Hin hvítvínin tvö fá bæði 4 glös sem er frábær einkunn líka. Þau eru á sama róli, Casal di Serra 2005 frá Umani Ronchi kostar líka 1.590 kr og hið ástralska The Hermit Crab 2004 frá d’Arenberg kostar tíkalli meira eða 1.600 kr.

Casal di Serra er að birtast í annað sinn á síðum Gestgjafans, fyrir nokkrum árum hlaut það sömu einkunn og heiðurstitilinn Vín Mánaðarins.  Casal er okkar vinsælast vín frá upphafi og þessi nýi dómur staðfestir að gæðin hafa ekkert breyst.

VITIANO FALESCO BIANCO 20054 1/2 glas BESTU KAUPIN
Lazio [er reyndar frá Umbria héraði] er kannski ekki þekktast fyrir vínin sín og stendur að minnsta kosti í skugganum af nágranna sínum Toskana hvað vín varðar. Engu að síður er þar að finna nokkra gullmola og er vínframleiðandinn Falesco einn af þeim. Hér er á ferðinni mikið matarvín úr þrúgunum vermentino, viognier og verdicchio. Mjög opinn og margslunginn ilmur með vott af blómum (ef maður lokar augunum og þefar af því getur maður ímyndað sér að maður sé staddur í fallegum garði fullum af blómum), ferskju, nýslegnu grasi og sítrus. Í bragði er það margslungið og ferskt með steinefnum, kryddi og ferskjum og með skemmtilegan keim af fersku tóbaki í eftirbragði.
Verð 1.490 kr. [úps, 1.590] – Frábær kaup.
Okkar álit: Margslungið vín og líflegt frá Mið-Ítalíu, unaðsleg upplifun og þið verðið að þora að drekka það með pasta (sjávarréttapasta með sveppum og rjómasósu), kálfakjöti – og að sjálfsögðu með eðalfiski.CASAL DI SERRA 2005 4 glös
Casal di Serra ætti að vera flestum kunnugt því það hefur dvalið í þó nokkurn tíma í hillum vínbúðanna og alltaf er það jafnsjarmerandi. Það er gert úr verdicchio og er opið og ferskt með ilm af marsípani, eplum, sítrus og nýslegnu grasi. Í bragði er það ferskt og líflegt með góða fyllingu og vottar fyrir sítrus, grösugum tónum, blómum og perum. Það hefur góða byggingu og er bragðmikið en í senn einstaklega fágað. Hafið þetta með salati með parmaskinku og melónum eða sjávarréttasalat.
Verð 1.590 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Fínlegt og elegant vín frá Umani Ronchi, mjög góð fylling og skerpa – Verdicchio gerist ekki betra.

D’ARENBERG THE HERMIT CRAB 2004 – 4 glös
Þessar tvær þrúgur, viognier og marsanne, eru báðar upprunnar frá Suður-Frakklandi og eru mikið ræktaðar í Rhone-dalnum. Það er samt ekki algengt að sjá þessar tvær þrúgur notaðar saman, hvað þá frá Ástralíu. Það hefur ferskan og líflegan ilm af sítrus, blómum, ferskjum og ananas. Mjög aðlaðandi í nefi. Það er álíka ferskt í bragði og heldur margslungið með vott af sítrus, blómum, greipávexti og þroskuðum ferskjum. Það hefur góða byggingu og gott jafnvægi þrátt fyrir hátt alkóhólmagn. Mjög fágað skemmtilegt vín sem er með þeim frumlegri í vínbúðunum. Prófið það með feitum fiski, til dæmis með mildu karríi (indversku), eða rækjum með lárperu og greipávexti í karríi.
Verð 1.600 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Við fögnum þessari frumlegu og sérkennilegu blöndu (ekki bara nafnið sem er frumlegt), vínið er margslungið og yndislegt.“ – Gestgjafinn 2. tbl. 2007.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, d'arenberg, dómar, falesco, Gestgjafinn, umani ronchi