Innbakaður lax

Þessa uppskrift gerum við oft. Hún er einföld, fljótleg og verulega góð.

Þegar við gerðum hana fyrst, fyrir all mörgum árum síðan, drukkum við rauðvín með úr Pinot Noir þrúgunni með — annað franskt og hitt frá Oregon. Það var í fyrsta skipti sem við drukkum rauðvín með fiski og ef einhverjir fordómar voru uppi fyrir máltíðina voru þeir horfnir með öllu á eftir. Fiskur og rauðvín geta verið frábær blanda, lax með Pinot Noir alveg sérstaklega. Pinot Nero (Noir) 2004 frá Appiano gengur vel með þessum rétti.

Við kaupum tilbúið smjördeig í Hagkaup og fletjum það vel út. Tengjum saman nokkur í eina góða breiðu svo laxinn passi vel inn í (þ.e.a.s. deigið þarf að vera nógu stórt til að hylja laxinn alveg í lokin). Smjördeigið er síðan smurt á því svæði sem laxinn fer á með góðu sinnepi (t.d. hunangssinnepi), salti og pipar og ostsneiðar síðan settar yfir. Laxinn er settur á staðinn og ofan á hann fer aftur sinnep, salt og pipar og ostsneiðar. Að lokum er hellingur af steinselju sett yfir laxinn og deiginu lokað yfir allt saman svo laxinn er alveg hulinn.

Þá er þessu snúið á hvolf og sett í eldfast mót, pennslað með eggi og stungin nokkur göt í deigið svo það bólgni ekki. Sett í ofn (200°C max) og bakað í svona 20 mínútur.

Við höfum bara gott ferskt grænmeti með, t.d. klettasalat.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, ítalía, þrúgur, fiskur, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s