Alkinn og áfengisfrumvarpið

.

Á mánudaginn fer áfengisfrumvarpið fyrir þingið eina ferðina enn. Held að það sé í fjórða sinn. Þar er mælst til að matvöruverslanir selji létt vín (að 22% styrkleika) en að ÁTVR hafi áfram einkasölu á sterku áfengi.

Lestu frumvarpið hér

Ég sé fyrir mér allar hillur fullar af sterku áfengi í Vínbúðunum núverandi sem þurfa náttúrulega að skipta um nafn þar sem þær selja ekki lengur vín. Ég sting upp á „Spírinn“ en besta nafnið er náttúrulega „Alkinn“ nema hvað að það er frátekið – þeir í finnsku einokunarversluninni kalla nefnilega sínar verslanir „Alko“! enda eru vínbúðir náttúrulega stórhættulega búðir sem selja alkóhól fyrst og fremst – þú gengur inn og segir hátt „ég vil fá 15% alkóhól“ eða „ég er í stuði, gemmér 40% í dag“.

Hvað þýðingu hefði þetta fyrir markaðinn og hvað finnst okkur í Vín og mat um málið?

Við erum a.m.k. ekki í hópi þeirra birgja sem vilja halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Við erum ekki í hópi þeirra birgja sem þráum öryggið sem felst í einokunarversluninni (úps, ég var búinn að gleyma að ÁTVR er ekki einokunarverslun skv. þeirra eigin skilgreiningu – nokkuð sem þeir minna mig reglulega á þegar ég missi það orð út úr mér). Stóru birgjunum er haldið uppi af núverandi kerfi og ef það hrundi kippir það fótunum gjörsamlega undan þeim og markaðurinn tekur við. Þeir gætu setið uppi með allt eða ekkert. Við erum jaðarfyrirtæki sem þráir frelsið og erum óhrædd að takast á við nýtt og spennandi umhverfi.

Súpermarkaðir verða einhæfir og þar kaupir landinn mest en eftirspurnin eftir fjölbreytni verður enn til staðar og munum við mæta henni. Við teljum að okkar vinalegu viðskiptavinir (fyrirtæki og einstaklingar) vilji halda áfram að kaupa vínin okkar og vitum að einungis góð vara og þjónusta vinnur slíkt traust.

Hvort frumvarpið sé lagt fram í sem ákjósanlegustri mynd treysti ég mér ekki alveg til að segja um. Það vita allir að ÁTVR kemur aldrei til með að þrífast á sölu einungis sterks áfengis. Reyndar er sú breyting lögð til frá fyrri útgáfu frumvarpsins að ÁTVR fái að selja léttvín samhliða einokuninni á sterku áfengi og hlýtur staða þeirra að breytast eitthvað en það hlýtur einungis að vera tímabundið ástand og á endanum verði ÁTVR selt á frjálsum markaði (… en síðan hugsa ég til Mjólkursamsölunnar…gúlp!). Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort betra væri að leggja til að ÁTVR væri lagt niður og að salan yrði færð í vínbúðir í einkaeigu en ekki súpermarkaði. Við erum reyndar fylgjandi því að það eigi að vera í súpermörkuðum en kannski væri frumvarpið líklegra til að skila árangri (takmarkið hlýtur fyrst og fremst hlýtur að vera að leggja niður ÁTVR) ef súpermörkuðum væri haldið fyrir utan til að byrja með því að hugsanlega er það stóra ástæðan fyrir því að svo margir þingmenn eru á móti breytingum og þar af leiðandi fæst frumvarpið aldrei samþykkt og einokunartak ÁTVR framlengist um ókomin ár.

Hvernig sem er, það verður spennandi að fylgjast með umræðunni þótt ég spái ekki bjarti útkomu frekar en áður. Reikna ég með að gömlu forvarnarrökin verði áberandi hjá andstæðingum. Vantraust, sú tilfinning að meðbræður okkar séu ekki valdir starfans, að þeir séu jafnvel með illt í hyggju – og þess vegna þurfi Ríkið að hafa vitið fyrir þeim – er móðgun öllum góðum þegnum í þessu landi.

Ég er a.m.k. stórmóðgaður.

Færðu inn athugasemd

Filed under vangaveltur, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s