Af 15 fræknum vínum í Morgunblaðinu eigum við tvö – til að smjatta á

Steingrímur rifjaði upp í Morgunblaðinu 15 vín af þeim sem honum þótti standa upp úr á liðnu ári. Við eigum tvö þeirra, Fontodi Chianti Classico og Chateau de Flaugergues.

Steingrímur bregður út af vananum og notar 100 stiga skalann frekar en 20. Bæði vínin fengu 19/20 á sínum tíma og báðum gefur hann 90 stig af 100 í þessari grein.

Við bæði vínin nefnir hann sérstaklega að að þau séu „til að smjatta á“.

Dettur í hug nýtt slagorð: „Vín og matur – til að smjatta á“.

     „Þetta eru vín sem að mínu mati auðguðu vínúrvalið í vínbúðunum og eru verðugir fulltrúar sinna heimasvæða. Hvert og eitt þeirra frábær kaup. […]
     Annar Suður-Frakki er Chateau de Flaugergues Coteaux de Languedoc 2003 [Cuvee Sommeliere]. Þetta vínhús er staðsett skammt frá Montpellier – einungis þrjá kílómetra frá miðbænum – og þrúgublandan er dæmigerð fyrir Miðjarðarhafssvæðið, Mourvédre og Syrah með 40% hvor og Grenache loks 20%. Dökk sæt ber, ilmolíur/reykelsi, lavender. Vín til að smjatta á, yndislegt frá fyrsta sopa, þykkt, mjúkt og djúpt með sætum og óneitanlega nokkuð áfengum ávexti. Vín til að bera fram með grilluðu nautakjöti, krydduðu með engu öðru en sjávarsalti og nýmuldum pipar eða grilluðu lambalæri. 1.750 krónur. 90/100
     […]
     Fontodi Chianti Classico 2002 [held reyndar að hann eigi hér við 2003 árgang] er hreint Sangiovese-vín og koma þrúgurnar af nokkrum mismunandi ekrum á landareigninni. Vínið er látið liggja á frönskum eikartunnum í ár áður því er tappað á flöskur. Eikin er enn nokkuð áberandi í nefi með miklu dökku súkkulaði, vanillu og kaffi í nefi. Það hefur yfir sér þykkt og feitt yfirbragð jafnt í nefi sem munni með djúpum og góðum svörtum berjaávexti. Hefur allmassíva uppbyggingu og góða lengd. Vín til að smjatta á. 1.890 krónur. 90/100“ (Morgunblaðið 26. janúar, Steingrímur)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, flaugergues, fontodi, frakkland, morgunblaðið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s