Montevetrano – ný vefsíða og vídeó af sultugerð

.

Það fer ekki mikið fyrir Montevetrano í okkar kynningum á póstlistanum eða annars staðar enda framleiða þau svo lítið – bara eitt vín, rauðvín, sem kostar 5.500 kr.

Montevetrano rauðvínið er eitt af flaggskipum víngerðar á S-Ítalíu. Ég gat því ekki stillt mig um að flytja inn nokkra kassa af 2001 árganginum fyrir um þremur árum síðan. Síðan biðum við aðeins þar til sl. desember þegar við tókum næstu þrjá árganga á eftir 2002, 2003 og 2004. Þeir eru gott sem uppseldir, kannski 2 flöskur eftir af 2001-2003, engin af 2004.

Montevetrano vefsíðan var alltaf frekar lummuleg og aldrei uppfærð og því alls ekki í takt við gæði vínsins þar til núna þegar þau settu á laggirnar nýja síðu sem er mjög falleg og inniheldur góðar upplýsingar. Kíktu á þetta vídeó til að sjá hvernig þær eru búnar til.

Montevetrano hefur búið til sultur samhliða víngerðinni. Ég smakkaði þær á Prowein fyrir tveimur árum síðan og heillaðist mjög. Meiriháttar einfaldlega og hver veit nema maður kippi þessu einhvern tímann inn til landsins. Hráefnið er ræktað og unnið á staðnum, ótrúlega gott og ferskt, þykkt og konsentrerað þannig að það má þynna það út í sósur eða súpur t.d. Bestar þóttu mér appelsínu- og lauksultan með piparnum, paprikusultan með chilipipar og sellerísultan með sítrónunni. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, matur, montevetrano, sjónvarp, vefsíður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s