Vín fyrir brúðkaup – ekkert gutl

.

Við Rakel giftum okkur mjög ung, fyrst meðal okkar vina.

Þetta var frábær og fallegur dagur. En ef það er eitthvað sem ég gæti tekið aftur – þá er það vínið!

En það var ekki bara óáhugavert vín í okkar brúðkaupi. Í næstum öllum brúðkaupum sem ég hef farið í hefur vínið verið óspennandi, í nokkrum tilfellum afleitt og einu sinni ódrekkandi með öllu. Það er eins og að það megi spreða í alla hluti, mat, skreytingar, fatnað, hljómsveit – en þegar kemur að víninu verða allir nískari en Jóakim Aðalönd. Líklegast eru það hinir háu tollar á víni sem valda þessu sem og vínmenning okkar Íslendinga sem er enn að slíta barnsskónum. Allir eru að smjatt á vínum og velta fyrir sér sér ólíkum eiginleikum þeirra, þrúgum, framleiðendum, þroskamöguleikum, landssvæðum og svo framvegis en í brúðkaupum verður hugsunin sú að vín er bara vín – og drekktu nú! 

Ef þú vilt ekki gera sömu mistök, lestu áfram.

Það er enginn að tala um eitthvert vínsnobb hér – nei, nei, nei, við erum ekki svoleiðis – heldur þarf bara að bæta nokkrum hundrað köllum í viðbót per flösku og víninu og gestum ykkar er borgið. Gefðu þeim frekar minna vín til að halda kostnaðinum niðri, eða gefðu gott vín með matnum og síðan ódýrt partívín þegar djammið byrjar.

Ég hef tekið saman nokkur rauðvín og hvítvín sem við flytjum inn á mjög viðráðanlegu verði. Þau eru alvöru matarvín sem þú getur boðið gestum þínum samviskulaust. Þau sem ekki fást í Vínbúðunum er hægt að sérpanta, þau eru góður kostur því við bjóðum sérstakan afslátt af þeim.

Þessi vín eru ekkert gutl.

Hvítvín:
Vitiano Bianco (1.590 kr.) – Blanda af þremur þrúgum sem allar byrja á „V“, Vermentino, Verdicchio og Viognier. Höfum selt þetta í nokkur brúðkaup við mjög góðar undirtektir.
Casal di Serra (1.590 kr.) – Okkar vinsælasta vín frá upphafi. Gengur í fjölbreyttan hóp fólks með mismunandi smekk, hefur t.d. verið notað á Business Class vínlista Icelandair og á fjölmörgum opnunum hjá Listasafni Íslands.
The Stump Jump (1.490 kr. væntanlegt í mars) – Verulega skemmtilegt hvítvín frá hinni frábæru d’Arenberg víngerð í Ástralíu. Óeikað, ferskt og lifandi.
Emporio (1.370 kr. væntanlegt í febrúar) – Nýtt hvítvín framleitt af Firriato víngerðinni á Sikiley. Ilmar og bragðast af suðrænum og kitlandi sítrusávöxtum.

Rauðvín:
Vitiano Rosso (1.590 kr.) – Einhver bestu rauðvínskaup sem við flytjum inn og einhver bestu rauðvínskaup Ítalíu. Hefur verið valið Vín mánaðarins í Gestgjafanum. Fallegur ilmur, aðeins eikað og talsvert bragðmikið. Með fjölhæfustu rauðvínum sem við flytjum inn.b
Querceto Chianti (1.390 kr.) – Ódýrasta rauðvínið frá þessum rómaða framleiðanda í hjarta Toskana. Það hefur áreynslulausa áferð og rennur því mjúklega niður.
Oncle Charles (1.350 kr.) – Sólpallavínið eins og við köllum það, ávaxtaríkur ilmur og sól frá S-Frakklandi. Cabernet Sauvignon og Merlot blanda.
Laderas de El Seque (Tilboð! 1.290 kr.) – Flott vín og fantakaup. Vex og dafnar í 600m ekki langt frá bænum Alicante á Spáni.
Gotim Bru (Tilboð! 1.370 kr. í stað 1.690) – Kjarakaup á þessu katalónska rauðvíni með appelsínugula tappanum. Fjórar þrúgur gera áhugaverðan kokteil, þurrt og nýtur sem best með mat.
Casa de la Ermita (Tilboð! 1.450 kr. í stað 1.690) – Valið á Business Class vínseðilinn hjá Icelandair sem staðfestir að það stenst ströngustu kröfur. All eikað, þykkt og notalegt vín.
Altavilla (Tilboð! 1.450 kr. í stað 1.690) – Sikileyskur kraftur í þessari Nero d’Avola og Cabernet Sauvignon blöndu frá Firriato víngerðinni. Mikill ilmur, þétt og kröftugt. Hefur líka verið valið á Business Class vínseðil Icelandair.

Við flytjum inn engin ódýr freyðivín enn sem komið er því miður en skulum benda ykkur á nokkur sem við mælum með. Sendu póst á vinogmatur@internet.is

Ath! Ef brúðkaupsveislan er haldin á stað með vínveitingaleyfi er ekkert mál að nota okkar vín fyrir veisluna (t.d. fá að koma með vín sjálf eða kaupa í gegnum staðinn) heldur en að nota vín af vínlista staðarins (sem getur verið ansi misjafn )

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under brúðkaup, brúðkaupsveislur, tilboð, vín

2 responses to “Vín fyrir brúðkaup – ekkert gutl

  1. Já, ég vildi að þið hefðuð beðið með að gifta ykkur í nokkur ár.

  2. Gátum ekki beðið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s