Til að smjatta á

.

Steingrímur sendi mér póst eftir að ég setti umfjöllun hans í Morgunblaðinu á bloggið um 15 vín af þeim sem stóðu upp úr á síðasta ári.

Honum fannst fyndið að hann skuli hafa notað þetta „vín til að smjatta á“ hjá báðum okkar vínum, eins og ég hafði bent á, og hafði í gamni sínu flett því upp hversu oft hann hefði notað þetta orðatiltæki í umfjöllun sinni um vín síðasta áratuginn.

Hversu oft?

7 eða 8 sinnum c.a.

Of við eigum tvö þeirra (kannski fleiri, kannski öll!, ég þarf að gá) og um þau bæði fjallaði hann á síðasta ári eins og kom fram í greininni. Þau eru Chateau de Flaugergues og Fontodi Chianti Classico.

Hvað er það við þessi vín okkar sem er svona gott að smjatta á?

Það er erfitt að útskýra. Þetta eru svona „yummy“ vín eins og Steingrímur sagði mér í póstinum.

Safarík, er kannski rétta orðið.

En hvernig útskýrir maður safaríkt vín?

Það er eitthvað við þau sem tælir bragðlaukana, setur munnvatnskirtlana í viðbragðstöðu. Þau hafa ferskan ávöxt, heillandi angan af ferskum kryddum og ávexti, nokkuð þétt kannski en alls ekki of mikið, smá biturleika líklegast eins og súkkulaði, eru þægilega tannísk og sýrurík og aldrei of eikuð.

Einhvern veginn svoleiðis.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under chianti classico, flaugergues, fontodi, morgunblaðið, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s