Jamie Goode fær ekki að spjalla um hlýnun jarðar á umræðuvef Parkers

Wineanorak er bresk vefsíða um vín sem ég kíki alltaf reglulega á. Jamie Goode heldur þar uppi ýmis konar fróðleik um vín ásamt því að blogga reglulega.

Tvímælalaust ein af betri vefsíðum um vín.

Nýlega stofnaði hann til spjalls á umræðuvef Roberts Parker þar sem hann spurði hvort mönnum þætti „the evidence that wine regions have got warmer, and will continue to do so, is a suitable topic for discussion [á svona vín forum], or whether they considered it to be political and out of bounds“?

Ástæðan er sú að öllum tilraunum manna til að fjalla um hlýnun jarðar á umræðuvefnum hafði verið eytt á þeim forsendum að umræðuefnið væri pólitískt en vefsíðan leyfir ekki pólitískar umræður.

Að banna pólítískar umræður/áróð á umræðuvef um vín er kannski eðlilegt en getur umræðuefnið virkilega talist pólítískt? Lestu bloggið hans Jamie um þetta mál ásamt tilheyrandi athugasemdum frá lesendum hans.

Mark Squires heldur reyndar uppi þessum umræðuvef inni á vefsíðu Parkers (sjá svar Marks á blogginu hans Jamie) en hvernig sem er, mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki leyfa þessa umræðu enda þarf enginn að móðgast þar sem maður velur sjálfur með hvaða umræðu á vefnum maður vill fylgjast eða taka þátt í.

Hér er önnur færsla hjá Jamie um málefnið þar sem hann vitnar í nokkra vínframleiðendur um áhrif hlýnunnar jarðar á vínrækt.

Ég tek svo undir orð Jamies að hvort sem við teljum að hlýnun jarðar sé af mannavöldum eða ekki þá hljótum við að vilja hafa vaðið fyrir neðan okkur og einungis ef við erum 100% viss um að svo sé ekki getum við leyft okkur að aðhafast ekkert.

Hvað finnst þér?

Lestu líka eldra blogg um málefnið

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under loftslag, pólítík, robert parker, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s