Gary Vaynerchuk vídeóbloggar um The Hermit Crab frá d’Arenberg

Gary Vaynerchuk er með næstum daglegt vídeóblogg þar sem hann situr við skrifborð og smakkar eitt eða nokkur vín og gefur þeim einkunn. Skrautlegur náungi sem kjaftar mikið og talar hátt en er alls ekki svo vitlaus. Óhefðbundnar lýsingar hans (þetta vín er eins og hunangshúðaður skoppubolti – eða – þetta vín er eins og sauerkraut) hitta oft naglann á höfuðið – á sinn hátt.

Hann fjallaði nýlega um The Hermit Crab 2005 frá d’Arenberg og þrjú önnur vín sem öll höfðu fengið afbragðseinkunn hjá amerískum víngagnrýnendum en kosta samt lítinn pening.

„WINE ALERT“ segir hann þegar hann kemur að The Hermit Crab 2005 og fellur nánast í stafi yfir því hversu gott vínið er fyrir verðið. Ólíkt hinum vínunum vill hann gefa því enn hærri einkunn en Robert Parker hafði gert (90 stig) og gefa því 91+.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, sjónvarp

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s