Amedei smakkið í Vínskólanum gekk vel — sjáið… myndina

Í gærkvöldi var Amedei súkkulaðinámskeið í Vínskólanum. Mér til aðstoðar voru Dominique sem rekur skólann og Ásgeir Sandholt, einn af okkar færustu bökurum.

Það tókst afar vel, svo vel reyndar að ég gleymdi alveg að taka myndir fyrir utan þessa einu mynd. Ég var meira að segja ekki hálfnaður að stilla upp á borðið þegar hún var tekin.

Og ef einhver er að velta því fyrir sér — jú það voru í alvörunni þátttakendur í námskeiðinu þótt þeir sjáist ekki á myndinni. 16 manns reyndar.

Ég sem ætlaði að setja fullt af flottum myndum á flickr og senda Amedei tengiliðnum mínum til að sýna hvað ég væri að gera í þeirra málum hér á landi.

Eiginlega er þessi gleymska mín mælikvarði hversu námskeiðið gekk vel, ég var með hugann við allt annað en myndatöku a.m.k. Þetta hefur gerst áður, t.d. á Prowein vínsýningunni þar sem myndavélin hringlaðist í vasanum í tvo daga án þess að ég myndi einu sinni eftir að taka hana upp og smella af framleiðendunum sem við vorum að tala við og smakka vín hjá.

Kemur vonandi næst. Á Vinitaly vínsýningunni sem við Rakel förum á eftir mánuð þarf ég a.m.k. eitthvað átak ef ég ætla að muna eftir þessu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, matur, námskeið, sandholt, súkkulaði, vínsýning, vínskólinn, vínsmökkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s