Gestgjafinn velur Vitiano hvítvín Bestu kaupin

.

Við eigum þrjú hvítvín í brakandi nýjum Gestgjafanum. Þema vínumfjöllunarinnar að þessu sinni eru vín úr sjaldgæfum þrúgum og verður henni haldið áfram í næsta tölublaði.

Hvítvínin okkar þrjú fá afskaplega góða dóma með Vitiano Bianco 2005 frá Falesco í broddi fylkingar. Ég held bara að sé miðað við verð hafi ekkert vín frá okkur fengið eins góða umfjöllun og einkunn í Gestgjafanum og Vitiano hvítvínið fær núna. Bestu kaupin og 4 1/2 glas og fannst þeim mæðginum Eymari og Dominique það „unaðsleg upplifun“ og „frábær kaup“.

4 1/2 glas er bara „half a glass from greatness“ (fannst þetta hljóma svo flott að ég varð að hafa það á ensku) fyrir vín á aðeins 1.590 kr.

Hin hvítvínin tvö fá bæði 4 glös sem er frábær einkunn líka. Þau eru á sama róli, Casal di Serra 2005 frá Umani Ronchi kostar líka 1.590 kr og hið ástralska The Hermit Crab 2004 frá d’Arenberg kostar tíkalli meira eða 1.600 kr.

Casal di Serra er að birtast í annað sinn á síðum Gestgjafans, fyrir nokkrum árum hlaut það sömu einkunn og heiðurstitilinn Vín Mánaðarins.  Casal er okkar vinsælast vín frá upphafi og þessi nýi dómur staðfestir að gæðin hafa ekkert breyst.

VITIANO FALESCO BIANCO 20054 1/2 glas BESTU KAUPIN
Lazio [er reyndar frá Umbria héraði] er kannski ekki þekktast fyrir vínin sín og stendur að minnsta kosti í skugganum af nágranna sínum Toskana hvað vín varðar. Engu að síður er þar að finna nokkra gullmola og er vínframleiðandinn Falesco einn af þeim. Hér er á ferðinni mikið matarvín úr þrúgunum vermentino, viognier og verdicchio. Mjög opinn og margslunginn ilmur með vott af blómum (ef maður lokar augunum og þefar af því getur maður ímyndað sér að maður sé staddur í fallegum garði fullum af blómum), ferskju, nýslegnu grasi og sítrus. Í bragði er það margslungið og ferskt með steinefnum, kryddi og ferskjum og með skemmtilegan keim af fersku tóbaki í eftirbragði.
Verð 1.490 kr. [úps, 1.590] – Frábær kaup.
Okkar álit: Margslungið vín og líflegt frá Mið-Ítalíu, unaðsleg upplifun og þið verðið að þora að drekka það með pasta (sjávarréttapasta með sveppum og rjómasósu), kálfakjöti – og að sjálfsögðu með eðalfiski.CASAL DI SERRA 2005 4 glös
Casal di Serra ætti að vera flestum kunnugt því það hefur dvalið í þó nokkurn tíma í hillum vínbúðanna og alltaf er það jafnsjarmerandi. Það er gert úr verdicchio og er opið og ferskt með ilm af marsípani, eplum, sítrus og nýslegnu grasi. Í bragði er það ferskt og líflegt með góða fyllingu og vottar fyrir sítrus, grösugum tónum, blómum og perum. Það hefur góða byggingu og er bragðmikið en í senn einstaklega fágað. Hafið þetta með salati með parmaskinku og melónum eða sjávarréttasalat.
Verð 1.590 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Fínlegt og elegant vín frá Umani Ronchi, mjög góð fylling og skerpa – Verdicchio gerist ekki betra.

D’ARENBERG THE HERMIT CRAB 2004 – 4 glös
Þessar tvær þrúgur, viognier og marsanne, eru báðar upprunnar frá Suður-Frakklandi og eru mikið ræktaðar í Rhone-dalnum. Það er samt ekki algengt að sjá þessar tvær þrúgur notaðar saman, hvað þá frá Ástralíu. Það hefur ferskan og líflegan ilm af sítrus, blómum, ferskjum og ananas. Mjög aðlaðandi í nefi. Það er álíka ferskt í bragði og heldur margslungið með vott af sítrus, blómum, greipávexti og þroskuðum ferskjum. Það hefur góða byggingu og gott jafnvægi þrátt fyrir hátt alkóhólmagn. Mjög fágað skemmtilegt vín sem er með þeim frumlegri í vínbúðunum. Prófið það með feitum fiski, til dæmis með mildu karríi (indversku), eða rækjum með lárperu og greipávexti í karríi.
Verð 1.600 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Við fögnum þessari frumlegu og sérkennilegu blöndu (ekki bara nafnið sem er frumlegt), vínið er margslungið og yndislegt.“ – Gestgjafinn 2. tbl. 2007.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, d'arenberg, dómar, falesco, Gestgjafinn, umani ronchi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s