Monthly Archives: mars 2007

Lagt af stað á Vinitaly

.

Jæja, þá er komið að því.

Vinitaly vínsýningin í Veróna hefst á fimmtudaginn.

Við Rakel leggjum reyndar í hann eldsnemma í fyrramálið, fljúgum til Frankfurt og þaðan samdægurs til Veróna. Lending í Veróna 18.00, bílaleigubíll sóttur með hraði og síðan brunað beint í norður þar til við komum ti San Michelel Appiano, framleiðandans okkar í Alto Adige héraði, sem býður okkar í 100 ára afmælisveislu.

Afmælisveislan stendur í tvo sólahringa, á þriðjudeginum er öllum boðið á skíði og mat um kvöldið. Á miðvikudeginum keyrum við aftur til Veróna þar sem við ætlum að vera mætt um hádegi, borða og njóta borgarinnar.

Þetta er nú einu sinni borg elskendanna.

Á fimmtudeginum opnar vínsýningin en við ætlum bara að eyða þar fyrri hluta dags og leyfa okkur að skoða borgina betur eftir hádegið. Þennan morgum hittum við Fontodi, Castello di Querceto og Umani Ronchi, höfum svona klukkutíma í hvert stopp. Rakel fer á föstudagsmorgun og þá tekur við þriggja daga stím hjá mér. Ég mun aðallega heimsækja þá framleiðendur sem við flytjum þegar inn og taka m.a. stöðuna á nýju árgöngunum en hef líka mælt mér mót við nokkra aðra spennandi framleiðendur.

Þetta verður smakk og meira smakk. Öllum vínum verður hins vegar spýtt í dall, annars brennur maður út mjög fljótt — ég lærði það af reynslunni.

Vonandi get ég eitthvað bloggað á meðan á ferðalaginu stendur en ég ætla síðan að fjalla betur ferðina þegar ég er kominn aftur heim.

Arrivederci!

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, ítalía, castello di querceto, ferðalög, fontodi, umani ronchi, vínsýning

Vínkeðjan — G. Pétur fjallar um The Footbolt

.

Vínkeðjan er komin á flug. Það tók G. Pétur ekki langan tíma að vippa einni góðri umfjöllun um The Footbolt á vefsíðu sinni. Takk fyrir þetta G. Pétur.

Lestu hvað G. Pétur segir um The Footbolt

Vínið kom honum á óvart — sem honum finnst kostur. Honum finnst ilmurinn gefa til kynna að vínið sé þungt og þótt vínið sé „bragðmikið og bragðgott“ þá sé ákveðinn léttleiki í munninum.

Ég skal segja ykkur það.

Þetta eru svona kraftabolti sem er léttur á fæti. Magnús Scheving?

Það er ekki síst sýran sem heldur The Footbolt svona léttum, án hennar myndi hann ekki vera eins áhugaverður. Góð sýra gerir hann líka matarvænlegri. Að mínu mati.

G. Pétur skorar á manninn „sem á góðar strákaminningar um flugfreyjur“ (við erum fleiri!) Helga Seljan sem hefur tekið áskoruninni.

G. Pétur er fjórði bloggarinn í röðinni til að fjalla um The Footbolt. Hildigunnur byrjaði, Linda var næst og Elísabet sú þriðja.

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Tillaga að flöskumiða

Ég var að velta því fyrir mér hérna á blogginu fyrir skömmu hvort Orobio Rioja frá Artadi myndi ekki seljast betur ef miðinn væri kaupvænlegri.

Ég velti þessu aftur fyrir mér þegar ég opnaði flösku af Montepulciano d’Abruzzo 2004 frá Umani Ronchi. Vínið kostar aðeins 1.300 kr. og hefur fengist í Vínbúðunum í bráðum ár en ekki selst sérlega vel. Það mun því detta úr sölu í lok maí. Þetta er verulega gott vín og frábær kaup. Það hefur góðan karakter en er um leið aðgengilegt og að mínu mati svo miklu áhugaverðara en fullt af dóti í svipuðum verðflokki í Vínbúðunum. Þetta er alvöru vín.

Munurinn á þessu víni og þeim sem kosta svipað t.d. frá Ástralíu er að hin síðarnefndu hafa miða sem auðvelt er að skilja og muna en sá ítalski er frekar venjulegur og illur viðureignar þegar kemur að því að festa hann í minni.

Hveru gott er að bera fram eða muna „Montepulciano d’Abruzzo“ – nú eða nafn framleiðandans „‘Umani Ronchi“ (er það borið fram Ronkí, Rontsjí…?).

Ég þori að veðja að vínið hefði selst mun betur ef eitthvað annað element sem auðveldara hefði verið að þekkja og bera fram hefði verið meira áberandi. Mér dettur í hug „UMANI“, það er auðvelt, flott og stílhreint. T.d. „UMANI“ stórum og skírum stöfum, „Rosso“ fyrir rautt og síðan bara einhvers staðar með smáu letri nafn framleiðandans ásamt raunverulegu heiti þess sem er um leið svæðis- og gæðaskilgreining „Montepulciano d’Abruzzo“ (Montepulciano er þrúgan, Abruzzo er héraðið þar sem vínið er ræktað). „UMANI“ minnir líka á „hendur“ (þ.e.a.s. „mani“) og ekki spillir fyrir hvað það líkist nafni á víni sem selst hefur í gámavís, A mano, auk þess að líkjast japanska bragðorðinu umami.

Ég ætla að leggja þetta til við Umani Ronchi þegar ég hitti þá á Vinitaly vínsýningunni á Verona í næstu viku.

Þeir gætu þá gert annað vín, hvítvín, og kallað það „UMANI“ og „Bianco“ fyrir hvítt, kannski úr Trebbiano þrúgunni.

Færðu inn athugasemd

Filed under umani ronchi, vangaveltur

Þeir eiga afmæli í dag

.

La Primavera á afmæli í dag. 11 ára.

Leifur, eigandi og kokkur á La Primavera á líka afmæli í dag. Hann er eitthvað aðeins eldri.

Til hamingju með afmælið!

Færðu inn athugasemd

Filed under la primavera, veitingastaðir

6 tegundir smakkaðar af 70% súkkulaði

.

Kúbanskir vindlar, tómatstilkar, gufubað, pappír, þurrkaðir ávextir, sýra?

Blautir járnbrautarteinar?

Já, við erum að tala um súkkulaði. 6 ólík Amedei súkkulaði sem öll koma frá sitthvoru landinu og undir yfirskriftinni „I Cru“.

Ég gleymi því ekki þegar við Rakel smökkuðum „I Cru“ fyrst, þá áttuðum við okkur á því að það að smakka og upplifa súkkulaði gat kallað fram svipaða upplifun, vangaveltur og lýsingar eins og að smakka vín. Meira að segja nafnið „I Cru“ minnir á vín, sbr. premier cru og grand cru á Frakklandi. Við þefuðum af þeim, bitum í, smjöttuðum, fundum bragðið og eftirbragðið, töluðum um sýru og tannín, ferska og þurrkaða ávexti og ýmsa aðra eiginleika og heilluðumst að því hveru ólík 6 mismunandi tegundir af 70% súkkulaði frá sama framleiðanda gátu verið.

Við átum okkur í gegnum alla línuna í gærkveldi og þá fattaði ég að það var því kominn tími á að ég gerði netta smakkskýrslu um tegundirnar 6 sem ganga undir Nafninu „I Cru“.

Venezuela – Mjög gott jafnvægi í þessu súkkulaði, þ.e.a.s. enginn einn þáttur sem stendur út úr og gerir það óvenjulegt heldur er þetta frekar svona sitt lítið af hverju.

Granada – Fremur mildur ávöxtur undirstrikaður af ferskum sítrus. Áberandi rjómamjúkt.

Madagascar – Okkur hefur fundist þetta ávaxtaríkast af tegundunum sex, þurrkaðir ávextir í bland við ferska. Tvímælalaust eitt mest spennandi súkkulaðið í hópnum að okkar mati. Flókið.

Jamaica – Ásamt Trinidad er þetta sérstakasta súkkulaðið. Dimmt og lágtónað með blæ sem minnir á gufubað eða blautan við. Hrátt og svolítið villt.

Trinidad – Tóbak! Þegar maður finnur tóbaksilminn gleymir maður öllu öðru. Þetta eru kúbuvindlar í súkkulaðilíki.

Ecuador – Það súkkulaði sem hefur sterkastan kakókarakter, bæði hvað ilm og bragð varðar. Bragðmikið og stórt.

I Cru fást í gjafaösku hjá Kokku á Laugaveginum (12 stykki í pakka, tvö frá hverju landi) og í stykkjavís á kaffihúsum Kaffitárs.

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, ítalía, matur, súkkulaði

Vínkeðjan — Elísabet fjallar um The Footbolt

Elísabet tók vínkeðjuáskoruninni og fjallaði um The Footbolt á bloggsíðunni sinni.

Lestu umfjöllun hennar undir fyrirsögninni „Vínrauði boltinn hittir í mark“.

Hún skorar á G. Pétur til að halda keðjunni áfram og fjalla um vínið og hefur hann tekið áskoruninni. 

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Metsala á Rioja

.

Vín frá Rioja héraðinu á Spáni náðu metsölu 2006 skv. þessari frétt. Heimssala á vínum frá héraðinu jókst um 4.3% frá árinu áður og náði 261 milljón lítra sölu.

Þrír stæstu markaðirnir utan Spánar eru Bretland, Þýskaland og Bandaríkin.

Skrítið, Orobio Rioja 2004 frá Artadi sem við flytjum inn selst eiginleg ekki neitt.

En eins og ég benti Artadi á þá vantar víninu betri miða þar sem nafnið „Rioja“ er meira áberandi og miðinn sjálfur skrautlegri sbr. marga aðra framleiðendur frá héraðinu.

Ég hef ekki heyrt í Artadi síðan ég sendi þeim þessar vinsamlegu ábendingar.

Vonandi hef ég ekki stígið á neinar tær því mig langar endilega að kaupa El Pison 2004 vínið þeirra sem var að fá 100 stig hjá Robert Parker.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, fréttir, rioja, spánn, vangaveltur