Monthly Archives: mars 2007

Lagt af stað á Vinitaly

.

Jæja, þá er komið að því.

Vinitaly vínsýningin í Veróna hefst á fimmtudaginn.

Við Rakel leggjum reyndar í hann eldsnemma í fyrramálið, fljúgum til Frankfurt og þaðan samdægurs til Veróna. Lending í Veróna 18.00, bílaleigubíll sóttur með hraði og síðan brunað beint í norður þar til við komum ti San Michelel Appiano, framleiðandans okkar í Alto Adige héraði, sem býður okkar í 100 ára afmælisveislu.

Afmælisveislan stendur í tvo sólahringa, á þriðjudeginum er öllum boðið á skíði og mat um kvöldið. Á miðvikudeginum keyrum við aftur til Veróna þar sem við ætlum að vera mætt um hádegi, borða og njóta borgarinnar.

Þetta er nú einu sinni borg elskendanna.

Á fimmtudeginum opnar vínsýningin en við ætlum bara að eyða þar fyrri hluta dags og leyfa okkur að skoða borgina betur eftir hádegið. Þennan morgum hittum við Fontodi, Castello di Querceto og Umani Ronchi, höfum svona klukkutíma í hvert stopp. Rakel fer á föstudagsmorgun og þá tekur við þriggja daga stím hjá mér. Ég mun aðallega heimsækja þá framleiðendur sem við flytjum þegar inn og taka m.a. stöðuna á nýju árgöngunum en hef líka mælt mér mót við nokkra aðra spennandi framleiðendur.

Þetta verður smakk og meira smakk. Öllum vínum verður hins vegar spýtt í dall, annars brennur maður út mjög fljótt — ég lærði það af reynslunni.

Vonandi get ég eitthvað bloggað á meðan á ferðalaginu stendur en ég ætla síðan að fjalla betur ferðina þegar ég er kominn aftur heim.

Arrivederci!

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, ítalía, castello di querceto, ferðalög, fontodi, umani ronchi, vínsýning

Vínkeðjan — G. Pétur fjallar um The Footbolt

.

Vínkeðjan er komin á flug. Það tók G. Pétur ekki langan tíma að vippa einni góðri umfjöllun um The Footbolt á vefsíðu sinni. Takk fyrir þetta G. Pétur.

Lestu hvað G. Pétur segir um The Footbolt

Vínið kom honum á óvart — sem honum finnst kostur. Honum finnst ilmurinn gefa til kynna að vínið sé þungt og þótt vínið sé „bragðmikið og bragðgott“ þá sé ákveðinn léttleiki í munninum.

Ég skal segja ykkur það.

Þetta eru svona kraftabolti sem er léttur á fæti. Magnús Scheving?

Það er ekki síst sýran sem heldur The Footbolt svona léttum, án hennar myndi hann ekki vera eins áhugaverður. Góð sýra gerir hann líka matarvænlegri. Að mínu mati.

G. Pétur skorar á manninn „sem á góðar strákaminningar um flugfreyjur“ (við erum fleiri!) Helga Seljan sem hefur tekið áskoruninni.

G. Pétur er fjórði bloggarinn í röðinni til að fjalla um The Footbolt. Hildigunnur byrjaði, Linda var næst og Elísabet sú þriðja.

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Tillaga að flöskumiða

Ég var að velta því fyrir mér hérna á blogginu fyrir skömmu hvort Orobio Rioja frá Artadi myndi ekki seljast betur ef miðinn væri kaupvænlegri.

Ég velti þessu aftur fyrir mér þegar ég opnaði flösku af Montepulciano d’Abruzzo 2004 frá Umani Ronchi. Vínið kostar aðeins 1.300 kr. og hefur fengist í Vínbúðunum í bráðum ár en ekki selst sérlega vel. Það mun því detta úr sölu í lok maí. Þetta er verulega gott vín og frábær kaup. Það hefur góðan karakter en er um leið aðgengilegt og að mínu mati svo miklu áhugaverðara en fullt af dóti í svipuðum verðflokki í Vínbúðunum. Þetta er alvöru vín.

Munurinn á þessu víni og þeim sem kosta svipað t.d. frá Ástralíu er að hin síðarnefndu hafa miða sem auðvelt er að skilja og muna en sá ítalski er frekar venjulegur og illur viðureignar þegar kemur að því að festa hann í minni.

Hveru gott er að bera fram eða muna „Montepulciano d’Abruzzo“ – nú eða nafn framleiðandans „‘Umani Ronchi“ (er það borið fram Ronkí, Rontsjí…?).

Ég þori að veðja að vínið hefði selst mun betur ef eitthvað annað element sem auðveldara hefði verið að þekkja og bera fram hefði verið meira áberandi. Mér dettur í hug „UMANI“, það er auðvelt, flott og stílhreint. T.d. „UMANI“ stórum og skírum stöfum, „Rosso“ fyrir rautt og síðan bara einhvers staðar með smáu letri nafn framleiðandans ásamt raunverulegu heiti þess sem er um leið svæðis- og gæðaskilgreining „Montepulciano d’Abruzzo“ (Montepulciano er þrúgan, Abruzzo er héraðið þar sem vínið er ræktað). „UMANI“ minnir líka á „hendur“ (þ.e.a.s. „mani“) og ekki spillir fyrir hvað það líkist nafni á víni sem selst hefur í gámavís, A mano, auk þess að líkjast japanska bragðorðinu umami.

Ég ætla að leggja þetta til við Umani Ronchi þegar ég hitti þá á Vinitaly vínsýningunni á Verona í næstu viku.

Þeir gætu þá gert annað vín, hvítvín, og kallað það „UMANI“ og „Bianco“ fyrir hvítt, kannski úr Trebbiano þrúgunni.

Færðu inn athugasemd

Filed under umani ronchi, vangaveltur

Þeir eiga afmæli í dag

.

La Primavera á afmæli í dag. 11 ára.

Leifur, eigandi og kokkur á La Primavera á líka afmæli í dag. Hann er eitthvað aðeins eldri.

Til hamingju með afmælið!

Færðu inn athugasemd

Filed under la primavera, veitingastaðir

6 tegundir smakkaðar af 70% súkkulaði

.

Kúbanskir vindlar, tómatstilkar, gufubað, pappír, þurrkaðir ávextir, sýra?

Blautir járnbrautarteinar?

Já, við erum að tala um súkkulaði. 6 ólík Amedei súkkulaði sem öll koma frá sitthvoru landinu og undir yfirskriftinni „I Cru“.

Ég gleymi því ekki þegar við Rakel smökkuðum „I Cru“ fyrst, þá áttuðum við okkur á því að það að smakka og upplifa súkkulaði gat kallað fram svipaða upplifun, vangaveltur og lýsingar eins og að smakka vín. Meira að segja nafnið „I Cru“ minnir á vín, sbr. premier cru og grand cru á Frakklandi. Við þefuðum af þeim, bitum í, smjöttuðum, fundum bragðið og eftirbragðið, töluðum um sýru og tannín, ferska og þurrkaða ávexti og ýmsa aðra eiginleika og heilluðumst að því hveru ólík 6 mismunandi tegundir af 70% súkkulaði frá sama framleiðanda gátu verið.

Við átum okkur í gegnum alla línuna í gærkveldi og þá fattaði ég að það var því kominn tími á að ég gerði netta smakkskýrslu um tegundirnar 6 sem ganga undir Nafninu „I Cru“.

Venezuela – Mjög gott jafnvægi í þessu súkkulaði, þ.e.a.s. enginn einn þáttur sem stendur út úr og gerir það óvenjulegt heldur er þetta frekar svona sitt lítið af hverju.

Granada – Fremur mildur ávöxtur undirstrikaður af ferskum sítrus. Áberandi rjómamjúkt.

Madagascar – Okkur hefur fundist þetta ávaxtaríkast af tegundunum sex, þurrkaðir ávextir í bland við ferska. Tvímælalaust eitt mest spennandi súkkulaðið í hópnum að okkar mati. Flókið.

Jamaica – Ásamt Trinidad er þetta sérstakasta súkkulaðið. Dimmt og lágtónað með blæ sem minnir á gufubað eða blautan við. Hrátt og svolítið villt.

Trinidad – Tóbak! Þegar maður finnur tóbaksilminn gleymir maður öllu öðru. Þetta eru kúbuvindlar í súkkulaðilíki.

Ecuador – Það súkkulaði sem hefur sterkastan kakókarakter, bæði hvað ilm og bragð varðar. Bragðmikið og stórt.

I Cru fást í gjafaösku hjá Kokku á Laugaveginum (12 stykki í pakka, tvö frá hverju landi) og í stykkjavís á kaffihúsum Kaffitárs.

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, ítalía, matur, súkkulaði

Vínkeðjan — Elísabet fjallar um The Footbolt

Elísabet tók vínkeðjuáskoruninni og fjallaði um The Footbolt á bloggsíðunni sinni.

Lestu umfjöllun hennar undir fyrirsögninni „Vínrauði boltinn hittir í mark“.

Hún skorar á G. Pétur til að halda keðjunni áfram og fjalla um vínið og hefur hann tekið áskoruninni. 

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Metsala á Rioja

.

Vín frá Rioja héraðinu á Spáni náðu metsölu 2006 skv. þessari frétt. Heimssala á vínum frá héraðinu jókst um 4.3% frá árinu áður og náði 261 milljón lítra sölu.

Þrír stæstu markaðirnir utan Spánar eru Bretland, Þýskaland og Bandaríkin.

Skrítið, Orobio Rioja 2004 frá Artadi sem við flytjum inn selst eiginleg ekki neitt.

En eins og ég benti Artadi á þá vantar víninu betri miða þar sem nafnið „Rioja“ er meira áberandi og miðinn sjálfur skrautlegri sbr. marga aðra framleiðendur frá héraðinu.

Ég hef ekki heyrt í Artadi síðan ég sendi þeim þessar vinsamlegu ábendingar.

Vonandi hef ég ekki stígið á neinar tær því mig langar endilega að kaupa El Pison 2004 vínið þeirra sem var að fá 100 stig hjá Robert Parker.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, fréttir, rioja, spánn, vangaveltur

Amedei súkkulaði á lækkuðu verði – Smakkpakki

Allt AMEDEI súkkulaði hefur lækkað eftir að virðisaukaskatturinn á súkkulaðið fór úr 24.5% í 7%.

AMEDEI Smakkpakkarnir sem við kynntum fyrir jólin í fyrra eru ekki fáanlegir sem stendur fyrir utan einn:

„Smakkpakki #6 – 2.800 kr.
Samanstendur (ath. ekki gjafapakkning) af 6 mismunandi súkkulaðiplötum. Tegundirnar eru eftirfarandi: Chuao (50g), Toscano 70% (100g), Toscano 66%(100g), Mjólkursúkkulaði (100g), Hvítt súkkulaði með pistasíuhnetum (100g) og 63% súkkulaði með ferskjum og apríkósum (50g).“

Áður 2.800 kr. – nú 2.400 kr. (heimsending innifalin)

Þeim sem hafa áhuga geta sent mér póst á vinogmatur@internet.is og lagt inn pöntun. Ef ég bæti gjafaöskju af Selezioni TOSCANO BLACK (12 5g. smástykki af 63%,66% og 70% súkkulaði) og gjafaöskju af Selezioni I CRU (12 5g. smástykki 70% frá 6 ólíkum löndum) þá kostar pakkinn 3.700 kr.

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, súkkulaði, smakkpakki

Uppskrift: Epplasalat með parmaskinku – Morgunblaðið tekur viðtal við bloggarann

.

Ég tók boði Morgunblaðsins að verða matgæðingur vikunnar í síðustu viku og gefa þrjár uppskriftir.

Tvær þeirra hafði ég gefið áður hér á blogginu, grilluðu pizzuna og Amedei súkkulaðismákökurnar, en þá þriðju ætla ég að láta vaða núna. Ég tók hana á sínum tíma upp úr bókinni hans Mario Batali Simple Italian Food.

Eplasalat með parmaskinku:

Salat (stökkt og bragðmikið – veljið það sem lítur bestu út hverju sinni)
2 bréf af parmaskinku (eða San Daniele)
3 epli af sitt hvorri tegundinni
1 msk. birkifræ
3 msk. jómfrúarólífuolía [Rietine fæst í Kokku og Fontodi í Fylgifiskum]
1 msk. rauðvínsedik
Salt og pipar
6 ristaðar sneiðar af hvítu, ítölsku brauði.

Eplin skorin niður í þunna strimla og sett í skál. Birkifræjum [úps, sagði óvart „sesamfræ“ í Mbl – en það er örugglega alveg eins gott], ólífuolíu, ediki, salati, salti og pipar bætt út í og hrært varlega með sleif (eða hrist nokkrum sinnum) þar til það blandast saman. Ristað brauðið er sett á platta, parmaskinkunni raðað yfir og síðan hellt úr skálinni yfir allt saman. Borið fram.

Ég mælti með hinu ofurljúfa Grecante 2005 frá Arnaldo Caprai með þessum ferska og sumarlega rétti.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, matur, morgunblaðið, uppskrift, viðtal

Vínin okkar eru nú fáanleg á Vínbarnum

.

Loksins, verð ég að segja. Loksins eru vín frá okkur fáanleg á Vínbarnum.

Það hefur vakið lengi fyrir að setjast niður með Gunna Palla, eiganda Vínbarnsins, og ræða möguleikann á samstarfi en einhverra hluta vegna hafði ég ekki tekið af skarið og komið á fundi þar til núna í síðustu viku. Ástæðan er líklegast einfaldlega sú að ég er ekki þessi sölumaður.

Gunni Palli tók mér fádæma vel. Það kom mér á óvart hversu mörg vínanna hann hafði þegar prófað hérlendis eða erlendis. Hann er sannur vínkall hann Gunni Palli.

Eitt það skemmtilegasta við Vínbarinn, eins og alla góða vínbari, er að þar eru engir tveir dagar eins. Það er alltaf eitthvað nýtt í boði, stundum bara ein flaska af hinu eða þessu, jafnvel einhverju sem Gunni Palli hefur sjálfur keypt á ferðalagi í útlöndum, eða einhverju öldruðu eðalvíni. Ekki minnkar úrvalið við tilkomu Enomatic vélarinnar. Vínbarir eru einhver besta og skemmtilegast leið sem til er til þess að kynnast vínum og prófa sig áfram. Ekki velja alltaf það sem þú þekkir!

Gunni Palli valdi 13 ólíkar tegundir frá okkur. Af þeim eru 5 vín sem eingöngu fást á Vínbarnum sem stendur.

Ég mæli sérstaklega með glasi af hinu fágæta, þýska sætvíni Auslese 2002 frá Weingut Keller sem er í miklu uppáhaldi hjá þýsku vínútgáfunni Gault Milleau — og mér. Nú eða lögg af ástralska ofurboltanum Hillside Shiraz 2002 frá Kay Brothers sem fær 95 stig hjá Robert Parker

Þetta eru vínin 13:

Hvítvín:
Falesco Vitiano Bianco 2005
Umani Ronchi Casal di Serra 2005
Appiano Pinot Bianco 2004
Rauðvín:
Falesco Vitiano Rosso 2005
Umani Ronchi Jorio 2001

Fontodi Chianti Classico 2003
Sandrone Dolcetto d’Alba 2004
Casa de la Ermita 2001
Laderas de El Seque 2005
Artadi Vinas de Gain 2003

d’Arenberg The Custodian 2002
Kay Brothers Hillside Shiraz 2002
Sætvín:
Weingut Keller Auslese 2002

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, artadi, chianti classico, d'arenberg, El Seque, falesco, fontodi, kay brothers, keller, luciano sandrone, umani ronchi, vínbar, vínlisti, veitingastaðir

Vínkeðjan: Linda bloggar um The Footbolt

Vínkeðjan heldur áfram.

Hildigunnur byrjaði á að fjalla um The Footbolt 2003 á blogginu sínu og skoraði á Lindu til að fjalla um sama vín.

Linda er búin að smakka – lestu hvað henni fannst.

Linda smakkar það kannski aftur í gulu bikiníi á Spáni.

Hún skoraði á Elísabetu sem hefur tekur áskoruninni og mun fjalla um vínið á sínu bloggi innan skamms.

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Myndir frá vínsmökkun á La Primavera

.

Vínsmökkunin á La Primavera í dag gekk vel. Vorum 17 alls.

Vínin voru 7 og stóð ekkert eitt þeirra afgerandi upp úr þótt ólík væru. Eitt þótti einum best og öðrum þótti annað.

Kannski vakti þó Barolo Cannubi Boschis 2001 frá Luciano Sandrone mestan áhuga og almennustu ánægjuna enda einstakt vín þar á ferðinni sem breiddi úr sér yfir vit manns eins og flauel.

Hér eru myndir úr smakkinu á flickr

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, la primavera, luciano sandrone, myndir, vínsmökkun, veitingastaðir

Umsögn um Laughing Magpie á Youtube

.

The Laughing Magpie fær flotta umsögn í vídeóblogginu hjá þessum tveimur kátu Áströlum.

Þeir benda m.a. á þá staðreynd að í þessu dökka og mikla rauðvíni leynist hvítvínsþrúgan Viognier.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, sjónvarp, Vínblogg

Listin að vera öðruvísi — Viðtal við d’Arenberg

.

Francis d’Arenberg á d’Arenberg víngerðina ásamt systkynum sínum tveimur. Víngerðin hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá stofnun hennar fyrir um 100 árum síðan.

Francis rekur batteríið ásamt syninum Chester.

Lestu þetta skemmtilega viðtal í Wine Business Montly við þá feðga undir fyrirsögninni „The Art of Being Different“.

Fyrirsögnin sem er jafnframt mottó d’Arenberg víngerðarinnar lýsir vel þeim anda sem einkennir fjölskylduna og vínin þeirra.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, viðtal

GastroShark er ný síða sem fjallar um vín og mat á Íslandi

GastoShark er ný síða um vín og mat á Íslandi undir yfirskriftinni „The Gastro´s Guide to Good Eating and Drinking in Iceland“.

Höfundur er enskur, skrifar á ensku en býr í 101 Reykjavík.

Síðan er ennþá í undirbúningi en mér finnst hún lofa góðu. Ekki spillir fyrir að hann nefnir okkar vín The Laughing Magpie á meðal „bargain“ vína í “ Ríkinu“ en það eru yfirlýsingar á borð við þennan lista (8. liður) um „Common brands to avoid“ sem eru dálítið áhugaverðar og sú staðreynd að fyrsta þrúgan sem hann tekur fyrir skuli vera jaðarþrúgan Viognier frekar en einhver frægari.

Um The Laughing Magpie frá d’Arenberg segir hann (undir hinni skemmtilegu fyrirsögn „Best of Ríkið“):

„Yummy, yummy, yummy and it’s got a pile of awards to prove it. „.

Það verður forvitnilegt að sjá hvert þessi síða fer. Höfundur virðist vera vel skólaður (unnið m.a. hjá Bidendum í London) og ástríðufullur um það sem hann er að fjalla. Og á einhvern undarlegan hátt hljómar umfjöllun um vín og mat á Íslandi á enskri tungu all vel – er ekki líka sagt að við verðum að heyra allt sem er gott á Íslandi fyrst utan landssteinanna áður en við trúum því sjálf?

Um Viognier er það að segja að við höfum ekkert vín sem er úr henni að öllu leyti en fjögur sem eru það að hluta, The Hermit Crab frá d’Arenberg, Vitiano Bianco frá Falesco, Mas Nicot Blanc og sjá sjálft rauðvínið The Laughing Magpie sem hefur um 5% Viognier.

Færðu inn athugasemd

Filed under þrúgur, d'arenberg, dómar, falesco, mas nicot, Vínblogg

Vínsmökkun á La Primavera — 7 vín sem hafa breytt Ítalíu

.

Laugardaginn 10. mars kl. 14.00 ætlum við að hafa vínsmökkun á veitingastaðinum La Primavera.

Þemað eru 7 sem hafa breytt Ítalíu að mati Gambero Rosso.

Hérna er vínlistinn:

Appiano Sauvignon Blanc St. Valentin 2005
Montevetrano 2001
Falesco Montiano 2001
Foradori Granato 2001

Fontodi Flaccianello 2003
Arnaldo Caprai 25 Anni 2003
Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 2001

Létt snarl verður borið fram með vínunum. Auk þess verður smakkað sætvín frá Arnaldo Caprai með AMEDEI súkkulaðirétti sem Leifur ætlar að útbúa.

Verðið er 4.500 kr. fyrir hvert pláss.  Sendu okkar tölvupóst á vinogmatur@internet.is til að láta taka frá sæti.

Skoðaðu myndirnar frá vínsmökkuninni á La Primavera í fyrra

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, appiano, caprai, falesco, fontodi, foradori, gambero rosso, la primavera, luciano sandrone, montevetrano, myndir, vínsmökkun