GastroShark er ný síða sem fjallar um vín og mat á Íslandi

GastoShark er ný síða um vín og mat á Íslandi undir yfirskriftinni „The Gastro´s Guide to Good Eating and Drinking in Iceland“.

Höfundur er enskur, skrifar á ensku en býr í 101 Reykjavík.

Síðan er ennþá í undirbúningi en mér finnst hún lofa góðu. Ekki spillir fyrir að hann nefnir okkar vín The Laughing Magpie á meðal „bargain“ vína í “ Ríkinu“ en það eru yfirlýsingar á borð við þennan lista (8. liður) um „Common brands to avoid“ sem eru dálítið áhugaverðar og sú staðreynd að fyrsta þrúgan sem hann tekur fyrir skuli vera jaðarþrúgan Viognier frekar en einhver frægari.

Um The Laughing Magpie frá d’Arenberg segir hann (undir hinni skemmtilegu fyrirsögn „Best of Ríkið“):

„Yummy, yummy, yummy and it’s got a pile of awards to prove it. „.

Það verður forvitnilegt að sjá hvert þessi síða fer. Höfundur virðist vera vel skólaður (unnið m.a. hjá Bidendum í London) og ástríðufullur um það sem hann er að fjalla. Og á einhvern undarlegan hátt hljómar umfjöllun um vín og mat á Íslandi á enskri tungu all vel – er ekki líka sagt að við verðum að heyra allt sem er gott á Íslandi fyrst utan landssteinanna áður en við trúum því sjálf?

Um Viognier er það að segja að við höfum ekkert vín sem er úr henni að öllu leyti en fjögur sem eru það að hluta, The Hermit Crab frá d’Arenberg, Vitiano Bianco frá Falesco, Mas Nicot Blanc og sjá sjálft rauðvínið The Laughing Magpie sem hefur um 5% Viognier.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under þrúgur, d'arenberg, dómar, falesco, mas nicot, Vínblogg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s