Uppskrift: Epplasalat með parmaskinku – Morgunblaðið tekur viðtal við bloggarann

.

Ég tók boði Morgunblaðsins að verða matgæðingur vikunnar í síðustu viku og gefa þrjár uppskriftir.

Tvær þeirra hafði ég gefið áður hér á blogginu, grilluðu pizzuna og Amedei súkkulaðismákökurnar, en þá þriðju ætla ég að láta vaða núna. Ég tók hana á sínum tíma upp úr bókinni hans Mario Batali Simple Italian Food.

Eplasalat með parmaskinku:

Salat (stökkt og bragðmikið – veljið það sem lítur bestu út hverju sinni)
2 bréf af parmaskinku (eða San Daniele)
3 epli af sitt hvorri tegundinni
1 msk. birkifræ
3 msk. jómfrúarólífuolía [Rietine fæst í Kokku og Fontodi í Fylgifiskum]
1 msk. rauðvínsedik
Salt og pipar
6 ristaðar sneiðar af hvítu, ítölsku brauði.

Eplin skorin niður í þunna strimla og sett í skál. Birkifræjum [úps, sagði óvart „sesamfræ“ í Mbl – en það er örugglega alveg eins gott], ólífuolíu, ediki, salati, salti og pipar bætt út í og hrært varlega með sleif (eða hrist nokkrum sinnum) þar til það blandast saman. Ristað brauðið er sett á platta, parmaskinkunni raðað yfir og síðan hellt úr skálinni yfir allt saman. Borið fram.

Ég mælti með hinu ofurljúfa Grecante 2005 frá Arnaldo Caprai með þessum ferska og sumarlega rétti.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, matur, morgunblaðið, uppskrift, viðtal

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s