6 tegundir smakkaðar af 70% súkkulaði

.

Kúbanskir vindlar, tómatstilkar, gufubað, pappír, þurrkaðir ávextir, sýra?

Blautir járnbrautarteinar?

Já, við erum að tala um súkkulaði. 6 ólík Amedei súkkulaði sem öll koma frá sitthvoru landinu og undir yfirskriftinni „I Cru“.

Ég gleymi því ekki þegar við Rakel smökkuðum „I Cru“ fyrst, þá áttuðum við okkur á því að það að smakka og upplifa súkkulaði gat kallað fram svipaða upplifun, vangaveltur og lýsingar eins og að smakka vín. Meira að segja nafnið „I Cru“ minnir á vín, sbr. premier cru og grand cru á Frakklandi. Við þefuðum af þeim, bitum í, smjöttuðum, fundum bragðið og eftirbragðið, töluðum um sýru og tannín, ferska og þurrkaða ávexti og ýmsa aðra eiginleika og heilluðumst að því hveru ólík 6 mismunandi tegundir af 70% súkkulaði frá sama framleiðanda gátu verið.

Við átum okkur í gegnum alla línuna í gærkveldi og þá fattaði ég að það var því kominn tími á að ég gerði netta smakkskýrslu um tegundirnar 6 sem ganga undir Nafninu „I Cru“.

Venezuela – Mjög gott jafnvægi í þessu súkkulaði, þ.e.a.s. enginn einn þáttur sem stendur út úr og gerir það óvenjulegt heldur er þetta frekar svona sitt lítið af hverju.

Granada – Fremur mildur ávöxtur undirstrikaður af ferskum sítrus. Áberandi rjómamjúkt.

Madagascar – Okkur hefur fundist þetta ávaxtaríkast af tegundunum sex, þurrkaðir ávextir í bland við ferska. Tvímælalaust eitt mest spennandi súkkulaðið í hópnum að okkar mati. Flókið.

Jamaica – Ásamt Trinidad er þetta sérstakasta súkkulaðið. Dimmt og lágtónað með blæ sem minnir á gufubað eða blautan við. Hrátt og svolítið villt.

Trinidad – Tóbak! Þegar maður finnur tóbaksilminn gleymir maður öllu öðru. Þetta eru kúbuvindlar í súkkulaðilíki.

Ecuador – Það súkkulaði sem hefur sterkastan kakókarakter, bæði hvað ilm og bragð varðar. Bragðmikið og stórt.

I Cru fást í gjafaösku hjá Kokku á Laugaveginum (12 stykki í pakka, tvö frá hverju landi) og í stykkjavís á kaffihúsum Kaffitárs.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, ítalía, matur, súkkulaði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s