Tillaga að flöskumiða

Ég var að velta því fyrir mér hérna á blogginu fyrir skömmu hvort Orobio Rioja frá Artadi myndi ekki seljast betur ef miðinn væri kaupvænlegri.

Ég velti þessu aftur fyrir mér þegar ég opnaði flösku af Montepulciano d’Abruzzo 2004 frá Umani Ronchi. Vínið kostar aðeins 1.300 kr. og hefur fengist í Vínbúðunum í bráðum ár en ekki selst sérlega vel. Það mun því detta úr sölu í lok maí. Þetta er verulega gott vín og frábær kaup. Það hefur góðan karakter en er um leið aðgengilegt og að mínu mati svo miklu áhugaverðara en fullt af dóti í svipuðum verðflokki í Vínbúðunum. Þetta er alvöru vín.

Munurinn á þessu víni og þeim sem kosta svipað t.d. frá Ástralíu er að hin síðarnefndu hafa miða sem auðvelt er að skilja og muna en sá ítalski er frekar venjulegur og illur viðureignar þegar kemur að því að festa hann í minni.

Hveru gott er að bera fram eða muna „Montepulciano d’Abruzzo“ – nú eða nafn framleiðandans „‘Umani Ronchi“ (er það borið fram Ronkí, Rontsjí…?).

Ég þori að veðja að vínið hefði selst mun betur ef eitthvað annað element sem auðveldara hefði verið að þekkja og bera fram hefði verið meira áberandi. Mér dettur í hug „UMANI“, það er auðvelt, flott og stílhreint. T.d. „UMANI“ stórum og skírum stöfum, „Rosso“ fyrir rautt og síðan bara einhvers staðar með smáu letri nafn framleiðandans ásamt raunverulegu heiti þess sem er um leið svæðis- og gæðaskilgreining „Montepulciano d’Abruzzo“ (Montepulciano er þrúgan, Abruzzo er héraðið þar sem vínið er ræktað). „UMANI“ minnir líka á „hendur“ (þ.e.a.s. „mani“) og ekki spillir fyrir hvað það líkist nafni á víni sem selst hefur í gámavís, A mano, auk þess að líkjast japanska bragðorðinu umami.

Ég ætla að leggja þetta til við Umani Ronchi þegar ég hitti þá á Vinitaly vínsýningunni á Verona í næstu viku.

Þeir gætu þá gert annað vín, hvítvín, og kallað það „UMANI“ og „Bianco“ fyrir hvítt, kannski úr Trebbiano þrúgunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under umani ronchi, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s