Lagt af stað á Vinitaly

.

Jæja, þá er komið að því.

Vinitaly vínsýningin í Veróna hefst á fimmtudaginn.

Við Rakel leggjum reyndar í hann eldsnemma í fyrramálið, fljúgum til Frankfurt og þaðan samdægurs til Veróna. Lending í Veróna 18.00, bílaleigubíll sóttur með hraði og síðan brunað beint í norður þar til við komum ti San Michelel Appiano, framleiðandans okkar í Alto Adige héraði, sem býður okkar í 100 ára afmælisveislu.

Afmælisveislan stendur í tvo sólahringa, á þriðjudeginum er öllum boðið á skíði og mat um kvöldið. Á miðvikudeginum keyrum við aftur til Veróna þar sem við ætlum að vera mætt um hádegi, borða og njóta borgarinnar.

Þetta er nú einu sinni borg elskendanna.

Á fimmtudeginum opnar vínsýningin en við ætlum bara að eyða þar fyrri hluta dags og leyfa okkur að skoða borgina betur eftir hádegið. Þennan morgum hittum við Fontodi, Castello di Querceto og Umani Ronchi, höfum svona klukkutíma í hvert stopp. Rakel fer á föstudagsmorgun og þá tekur við þriggja daga stím hjá mér. Ég mun aðallega heimsækja þá framleiðendur sem við flytjum þegar inn og taka m.a. stöðuna á nýju árgöngunum en hef líka mælt mér mót við nokkra aðra spennandi framleiðendur.

Þetta verður smakk og meira smakk. Öllum vínum verður hins vegar spýtt í dall, annars brennur maður út mjög fljótt — ég lærði það af reynslunni.

Vonandi get ég eitthvað bloggað á meðan á ferðalaginu stendur en ég ætla síðan að fjalla betur ferðina þegar ég er kominn aftur heim.

Arrivederci!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, ítalía, castello di querceto, ferðalög, fontodi, umani ronchi, vínsýning

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s