Glös, umhellingar og hitastig

.

Ég fæ margar góðar spurningar þegar ég er með vínsmakkanir. Nokkrar sem ég fæ eiginlega alltaf varða umhellingu vína, hitastig vína og glösin sem við drekkum þau úr (ef ég fæ ekki spurninguna um glösin spyr ég hana sjálfur).

Byrjum á glösunum. Já, glösin skipta verulegu máli. Sama vín getur verið líltið spennandi í t.d. litlu glasi úr þykku gleri en aftur á móti virkað mjög heillandi í rétta glasinu. Rétta glasið fer náttúrulega eftir tegund vínsins en bestu glösin eru alltaf úr þunnum, óskornum kristal, létt og all rúmgóð. Ég þekki ekki almennilega vísindin á bak við þetta en segi þetta af reynslu. Lituð glös og skorin geta verið falleg og skapað góða stemningu og þess vegna upplögð en sé meiningin að njóta vínsins best er betra að hafa þau óskorin og glær – þannig sést litur og áferð vínsins betur. Þykk glös og lítil þrengja ilmprófíl vínsins niður í nánast ekki neitt á meðan stór og þunn glös leyfa hinum flóknustu ilmeiginleikum þess að koma fram. Ég mæli með Riedel glösunum sem fást í Kokku.

Það má lesa nánar um glasafræðin hér

Hitastig vína er annar mikilvægur þáttur. Hvítvín verða flöt ef þau fá að hitna of mikið, mismikið þó eftir tegund. Það er betra að byrja með þau of köld en of heit og leyfa þeim frekar að hitna niður í kjörhitastig. Bragðmeiri, þykkari, stundum eikaðri og betri hvítvín vilja aðeins hærra hitastig til að sem flestir eiginleikar þeirra komi í ljós. Rauðvín eru yfirleitt drukkin of heit, íslenskur stofuhiti er ekki kjörhiti. Sama hér, betra að byrja með þau aðeins í svalari kantinum og leyfa þeim að ná réttum hita smám saman frekar en að byrja með þau í 24°C (íslenskur stofuhiti). Of heit verða rauðvín oft römm og ýkt. Smekkur skiptir samt víst einhverju máli hér.

Það má lesa nánar um hitastig hér

Umhelling? Fyrir flesta er það ónauðsynlegt, sérstaklega hvað hvítvínin varðar, en ef þú drekkur bara ung gæðarauðvín skaltu splæsa í eitt stykki karöflu líka. Slík vín eru oft lokuð og þá hjálpar umhellingin að opna þau svolítið. Rúmgott vínglas gerir það sama, stundum er nóg að hella víninu tímanlega í glasið til að ná fram sömu áhrifum. Öndun getur gert mikið fyrir ungt rauðvín, ég hef  t.d. drukkið vín sem hefur verið talsvert betra daginn eftir (flaskan full að 2/3 og lokað aftur með korktappanum). Hefur líka gerst fyrir hvítvín sem hafa verið lokuð aftur með tappa og sett í ísskáp. Umhelling vína sem hafa botnfall og eldri árganga hefur annan tilgang en að opna vínið en þá þarf að hella varlega til að botnfallið sitji eftir í flöskunni.

Meira um umhellingar hér

Gleðilega páska!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under fræðsla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s