Vinitaly 2007 – Diskóbúlla í Dólómítunum

Dagur 2, 27. mars.

7.00 á fætur.

8.00 inn í rútu.

10.00 mætt á Sellaronda skíðasvæðið í Dólómítunum. Veðrið var rjómagott, færið var fyrirtak og umhverfið óviðjafnanlegt. Ekki svo mikið af fólki og því engin bið í lyftur. Eiginlega er ekki hægt að biðja um meira þótt bloggarinn hafði ekki stigið á skíði í 15 ár. Rakel fór hins vegar í hópgöngu á snjóblöðkum þar til við hittumst í hádeginu.

13.30 matur á Rifugio Comici sem af öllum ólíklegum veitingastöðum er Miðjarðarhafs-fiskistaður í miðri skíðabrekku. Fiskurinn er hins vegar veiddur af ættingja fjölskyldunnar sem á staðinn og sóttur daglega niður á strönd svo hann sé alltaf ferskur og góður. George Clooney er víst fastagestur þarna. O jæja, staðurinn var amk. virkilega góður, þrír fiskréttir og síðan eftiréttur og drukkin með rauðvínið Pinot Nero 2005 og hvítvínið Schulthauser Pinot Bianco 2006 frá afmælisbarninu að sjálfsögðu, San Michele Appiano.

Þá var skíðað niður að rútunum með fullan maga af mat og víni og ekið af stað. Við stoppuðum til að hitta hóp gesta sem höfðu valið erfiðari skíðaleið (svo erfiða að tveir ameríkanar týndust í dágóðan tíma) og allir fengu Alpahatta merkta víngerðinni. Þarna stigum við upp í skíðalyftu, 6-8 í hverja, og hífðumst upp í 2.200 metra hæð þar sem beið okkar heitt rauðvín, meiri matur og … diskódans!

Diskóbúllan Club Moritzino er furðulegur fjallakofi sem eldar frábæran mat og spilar síðan dúndrandi danstónlist á milli rétta þar sem gestir eru hvattir til að standa upp á stólum og sleppa af sér beislinu. Það gekk eitthvað illa að fá Íslendinginn til að gefa sig allan í fjörið en á endanum var hann þó farinn að smella fingrum, – og gott ef ekki stíga nokkur úthugsuð spor. Stjórnendur San Michele Appiano víngerðarinnar fóru hins vegar hamförum á dansgólfinu og eiginlega má segja að stuðið á mannskapnum hafi verið skrambi gott.

Þegar matnum og djamminu lauk um 23.00 fóru allir í snjóbíla sem keyrðu okkur niður brekkuna að rútunum. Á miðri leið þurfti að gera neyðarstopp þar sem var farið að renna af einhverjum og allir fengu síðasta sopann af St. Valentin Pinot Nero 2004.

Að lokum hlykktust rúturnar af stað eftir svo bugðóttum vegum að manni fannst þeir fara í hringi þar til við komum á hótelið í Meranó tveimur tímum síðar.

Afmælisprógrammi var formlega lokið. Takk fyrir okkur, þetta var virkilega vel skipulagt, flott og skemmtilegt.

Það staðfestist líka að San Michele Appiano gerir einhver best gerðu vín á norðurhveli Ítalíuskagans, hin stílhreinu og tæru hvítvín með hið margverðlaunaða (13 sinnum hlotið hæstu einkunn 3 glös í Gambero Rosso)  St. Valentin Sauvignon Blanc í broddi fylkingar ásamt karaktermiklum rauðvínum, ekki síst St. Valentin Pinot Nero sem hlýtur að teljast með bestu vínum Ítalíu úr Pinot Noir þrúgunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, ítalía, ferðalög, hótel, vínsýning, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s