Bestu meðmælin koma frá ykkur

.

Það er eitt að fjalla um þá góða dóma sem vínin okkar fá í íslensku og erlendu pressunni. Við notum þessa dóma töluvert til að styðja við okkar eigin lýsingar og meðmæli sem virka þá ekki eins hlutdræg fyrir vikið og verða marktækari.

Hins vegar þykja okkur engin meðmæli betri en þau sem koma frá ykkur sem kaupið vínin, njótið þeirra og eruð sátt á eftir, jafnvel himinlifandi.

Hann Georg sendi mér þennan tölvupóst sem hann leyfði mér að birta hér á blogginu – það varðar tvö vín, nýja hvítvínið Grecante og sikileyska rauðvínið Santagostino sem ég hafði mælt með:

„Vildi bara þakka fyrir ábendingar þínar um vín í matarklúbbinn okkar um daginn. Við höfum áður fengið góð ráð og aldrei verið svikin að þeim. Við völdum vínin sem þú bentir á bæði Grecante 2005 með aldamóta humarsúpunni – aðeins stílfærðri – og Santagostino 2003 með hreindýrakjötinu. Hvítvínið vakti mikla hrifningu, þótti þétt, mjúkt og jafnframt ferskt, það passaði sérstaklega vel með súpunni og tvær konur ákváðu að drekka það áfram með hreindýrinu. Rauðvínið sló algjörlega í gegn, þar höfðu menn orð á því að það væri með betri rauðvínum sem þeir höfðu látið inn fyrir sínar varir – ótrúlega góð kaup í þessum Ítala. Létt og fjörugt vín sem heldur sínum einkennum en leyfir kjötinu að njóta sín. Með létt steiktri villibráð, sykurgljáðum ávöxtum og ofnbakaðri kartöflumús úr sætum og venjulegum kartöflum er ekki sjálfgefið að finna vín sem nýtur sín og leyfir öllu öðru að njóta sín með. Mæli með þessum vínum.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, firriato, ummæli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s