Tilboð í tölvupósti frá Bordeaux

Pierre nokkur frá Bordeaux sendi mér tölvupóst í gær þar sem hann var svo vænn að bjóða mér nokkur fágæt Bordeaux vín sem Robert Parker hafði gefið á bilinu 97 til 100 stig.

Frábært. Takk fyrir það Pierre.

Dýrasta vínið í þessum föngulega hópi var Chateau Lafite Rothschild 2000. Það kostaði ekki nema 953 Evrur, flaskan.

Nei, þetta er ekki 7500ml flaska ef þú kynnir að vera að velta þessu fyrir þér heldur óbreytt 750ml.

Þá á eftir að leggja á hana 19% álagningu Vínbúðanna og 24.5% VSK. Eftir það myndi hún kosta um 130.000 kr. — fyrir utan álagninu Víns og matar. Í þessu sambandi verður að segjast að 450 kr. í áfengisgjald fyrir flöskuna er ekki neitt.

Jæja Pierre minn, viltu ekki bara fara að slá grasið eða eitthvað?

Færðu inn athugasemd

Filed under bordeaux, frakkland, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s