Vinitaly 2007 – Kvöldverður með Caprai

Dagur 3, 28. mars.

Það hefði ekkert verið að því að hanga aðeins lengur á Hótel Steigenberger, skreppa í nudd eða í girnilega sundlaugina sem blasti við þegar við opnuðum gluggann um morguninn. Nú eða rölta um miðbæ Merano. En Veróna beið okkar þannig að við borðuðum morgunmatinn (reyndar eins seint og hægt var, rétt fyrir 11.00) og keyrðum af stað.

Veróna er 200km eða svo beint í suður frá Meranó og liggur hraðbrautin meðfram endilöngu Garda vatni þótt ekki sjáist í vatnið fyrir fjallgarðinum sem að skilur á milli. Það var ekki laust við að mér fannst ég ekki almennilega kominn til Ítalíu fyrr en við keyrðum út úr hálf-þýsku Alpasamfélaginu og nálguðumst Veróna.

Hótel Europa er svona lala en staðsetningin er splendido! á Via Roma um 100m frá Piazza Bra þar sem Arena er staðsett (sjá kort af Veróna). Öll hótel í Veróna og í sveitunum í kring voru uppbókuð enda koma aldrei eins margir gestir til borgarinnar og meðan á Vinitaly vínsýningunni stendur.

Allavegana, veðrið lék við okkur og við röltum um miðbæinn með smá pizzustoppi í hádeginu. Veróna er falleg borg, frekar lítil en mátulega óreiðukennd þannig að maður getur týnt sér í henni ef maður vill. Ég myndi samt ekki segja að hún væri meðal uppáhaldsborga minna á Ítalíu, til þess þyrfti ég að komast aðeins sunnar.

Um kvöldið var kvöldverður á Trattoria Ai Pompieri í boði Arnaldo Caprai. Það var ferlega skemmtilegt kvöld með góðum mat, vínum og félagsskap. Ekki spillti fyrir að Marco Caprai sat á móti mér og gat ég rakið garnirnar hans um eitt og annað. Það var heppilegt því fyrstu kynni mín af þessum rómaða vínframleiðanda voru heldur stuttaraleg (sjá þetta blogg um Ítalíuheimsókn 2005). Marco lék á alls oddi og ekki get ég sagt að hann sé kominn með á leið á vínunum sínum!

Við átum okkum sem sagt í gegnum 5 rétti en eins og nafnið „trattoria“ gefur til kynna er maturinn þarna einfaldur og staðbundinn með mikið úrval osta og pylsa í broddi fylkingar. Standardinn var samt hár, þjónusta góð og andrúmsloftið svo gott að ég hlakka til að koma hingað aftur í næstu ferð.

Fyrir utan Marco sjálfan og Robertu sem vinnur fyrir Caprai sátu okkur næst kanadískir heildsalar. Það var forvitnilegt að ræða við þá því í Kanada er ríkiseinokun eins og á Íslandi, bara miklu strangari! Í samanburði við Ísland voru þeir ennþá á steinöld. Þarna nálægt okkur var líka skemmtilegur heildsali frá San Fransisco sem er hámenntaður í hornleik og aðeins virkur sem slíkur ennþá.

Vínin voru að sjálfsögðu frá Caprai. Fyrst 2006 árgangur af Grecante sem er alveg jafn ferskur og góður og 2005, þá Montefalco Rosso 2004 sem er að mestu úr Sangiovese og er af svipuðum gæðum og verði og betri vín frá Chianti Classico og síðan komu Sagrantino di Montefalco Collepiano 2003 og Rosso Outsider 2004 en hið síðara er úr Cabernet Sauvignon og Merlot en gefur vínunum úr Sagrantino þrúgunni lítið eftir. Að lokum var drukkið Sagrantino di Montefalco 25 Anni 2003 sem er stjarna víngerðarinnar og dýrasta vínið. Í lokin var borðuð súkkulaðikaka með appelsínusósu sem var afbragð en full afgerandi kannski til að lokavín kvöldsins nyti sín sem best en það var Passito sætvín úr Sagrantino þrúgunni.

Takk fyrir okkur.

Úti tók svöl nóttin á móti okkur, kvöldið hafði dregist á langinn og við skiluðum okkur upp á hótel í kringum miðnættið.

Smelltu hér til að sjá allar myndirnar úr ferðinni og hér til að lesa allt bloggið um hana

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, hótel, vínsýning, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s