Tappagjald á veitingastöðum og hvernig þú getur haft áhrif

Að taka með sér vínflösku til að drekka á veitingastað virðist ekki vera mikið stundað á Íslandi.

Fyrir það greiðist tappagjald sem er ákveðin upphæð per flösku. Ég hef aðeins gert þetta sjálfur og er gjaldið misjafnt eftir veitingastöðum en ég hugsa að það megi segja að það sé a.m.k. ekki undir 2.000 kr. að jafnaði og eflaust nær 3.000 kr. Tappagjaldið þekkja líka þeir sem hafa haldið stórar veislur, t.d. brúðkaup, í veislusölum og fengið að taka með sér vín gegn ákv. gjaldi per flösku sem má búast við að sé eitthvað lægra en á veitingastöðunum.

Maður tekur ekki vín með sér á veitingastað til að spara pening heldur til þess að njóta víns sem manni langar sérstaklega að njóta og er ekki á vínlista veitingastaðarins. Vínsafnarar gera þetta nokkuð og fá þannig tækifæri til að njóta góðu vínanna sinna í afslöppuðu umhverfi, félagsskap og með góðum mat og þjónustu.

Ég hef aldrei heyrt neinn veitingastað á Íslandi auglýsa þessa þjónustu enda ekki beint í þeirra verkahring en þó finnst mér ólíklegt að nokkur þeirra myndi neita ef borin væri fram kurteisleg fyrirspurn.

Lettie Teague (lestu pistilinn hennar) sem skrifar fyrir amerísku Food and Wine útgáfuna hefur tekið saman nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

1) Hringja á undan í veitingastaðinn til að athuga hvort það sé í lagi að taka með sér vín og láta vita hvaða vín það er.
2) Spyrja fyrirfram um hversu hátt tappagjaldið er og sætta sig við að borga skynsamlegt gjald.
3) Koma aðeins með vín sem eru nógu fágæt og dýrmæt – annars er þetta frekar tilgangslaust.
4) Bjóða vínþjóninum að smakka vínið.
5) Kaupa hugsanlega líka eitthvað af vínlista veitingastaðarins.

Mig langar útfæra lið 3 aðeins betur:

3-b) Þar sem margir íslenskir veitingastaðir hafa ekki svo yfirgripsmikla vínlista er kannski meiri ástæða til að færa sér þennan möguleika meira í nyt, að koma með sitt eigið vín, og ekki endilega einskorða það við sérstaklega fágæt vín heldur bara yfirleitt öll sérstaklega góð vín (ok. sleppa kannski kassavínum).

3-c) Margir íslenskir veitingastaðir (enginn þeirra sem við verslum við… annars væru vínin okkar ekki þar) hafa vínlista sem er stjórnað af þeim sem flytja inn vínin, einhverjum stóru heildsalanna. Veitingastaðirnir fá ekki að kaupa vín frá fyrirtækjum eins og Vín og mat þótt þeim fyndist þau góð og langaði að kaupa þau. Þetta er náttúrulega fáranleg staða sem kemur niður á gæðum og er vanvirðing á hæfni og menntum þjóna sem eiga að velja vín sín sjálfir og móðgun gestum staðarins. Ég mæli því sérstaklega með að þú takir með þér okkar vín á slíkan stað og mótmælir óbeint þessari fábreytni og þröngsýni.

Þetta eru þeir veitingastaðir sem bjóða upp á okkar vín á vínlistum sínum – þeir eru óháðir og metnaðarfullir allir sem einn.

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under vínlisti, veitingastaðir

2 responses to “Tappagjald á veitingastöðum og hvernig þú getur haft áhrif

  1. Þarfur pistill. Ég vissi af þessu fyrirkomulagi en ekki að það þekktist hér heima.

  2. Ég held að það sé mikið gert af þessu og ekki einu sinni viss að staðirnir séu tilbúnir með ákveðið gjald ef maður hringir og spyr. Ég held samt að enginn myndi segja nei ef maður er ekki með eitthvað vesen og borgar fúslega gjald sem er ekkert ósvipað og þeirra álagning af ódýrari vínum á vínlistanum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s