Monthly Archives: maí 2007

Stump Jump er Bestu kaupin í Gestgjafanum

.

Stump Jump vínin frá d’Arenberg byrjuðu í Vínbúðunum fyrir nokkrum vikum síðan.

Stump Jump rautt og Stump Jump hvítt.

Hvítvínið er valið Bestu kaupin í nýjasta Gestgjafanum sem var að detta inn um lúguna.

Lýsingin er mjög góð, þeim finnst það m.a. „eitt af þessum vínum sem skera sig úr og hrífa mann því það er einfaldlega yndislegt“

D’ARENBERG STUMP JUMP 20054 glös Bestu kaupin
„Ástralski framleiðandinn d’Arenberg í McLaren Vale hefur verið mikið í sviðsljósinu af tveimur ástæðum. Nöfnin á vínunum hans hafa verið frekar frumleg (The Laughing Magpie, The Footbolt, The Hermit Crab o.fl.) og hann hefur farið ótroðnar slóðir með þrúgnablöndur og fikrað sig áfram með mjög góðum árangri. Vínin gefa ekkert eftir í gæðum og framleiðslan fer fram með hefðbundnum aðferðum til að varðveita „terroir“ og persónuleika. Og þau hafa hann. The Stump Jump (skýring nafnsins er á miðanum!) er þar engin undantekning: blanda af riesling, sauvignon blanc, marsanne (og roussanne) sem evrópskir víngerðarmenn myndu ekki láta sér detta í hug að blanda saman. Vínið er mjög ferskt og virkilega ilmríkt þar sem vel er hægt að greina einkenni allra þrúgnanna; steinefni, sítrónu, límónu og blóm frá riesling, mild stikilsber frá sauvignon blanc og ferskjur og hnetur frá marsanne. Í munni heldur þetta sama áfram og vínið hefur mjög góða fyllingu. Þetta er eitt af þessum vínum sem skera sig úr og hrífa mann því það er einfaldlega yndislegt. Verð 1.490 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Notið það við öll tækifæri með grilluðum humar eða fiski (ekki of krydduðum), sítrónukjúlingi, laxi … eða einfaldlega sem fordrykk. Yndislegt vín með karakter.“ (– Gestgjafinn 6. tbl. 2007)

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, Gestgjafinn

Uppskrift af mangósalati

Sumarsalat fyrir 8 manns.

2 þroskuð mangó
1/2 poki klettasalat
1 haus lamhagasalat
1 lítill poki kasjú hnetur (ósaltaðar)
100g saxaðar döðlur
100g sneyddur parmesan ostur

Allt salatið saxað niður og mangóið skorið í smáa teninga. Blanda saman.

10msk ólífuolía
1 1/2msk balsamik edik
1msk hunang
3 pressuð hvítlauksrif
svartur pipar úr kvörn
sjávarsalt

Hrært saman og blandað við salatið.

Við bárum salatið fram fyrir grænmetisætuna frá Bandaríkjunum sem var í heimsókn hjá okkur um helgina og aðra góða gesti og höfðum það eitt og sér í forrétt. Hitti í mark. Drukkum með því Frizzando frá Sandhofer sem er austurrískt, hálffreyðandi hvítvín og afskaplega ljúft og sumarlegt.

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, sandhofer, uppskrift

Laderas á 14,30 krónur fyrir hvert Parker stig

.

Laderas de El Seque 2005 frá Artadi víngerðinni á Spáni fær 90 stig hjá Robert Parker.

Laderas de El Seque kostar 1.290 kr. á sérstöku tilboði í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Það gera aðeins 14,30 krónur fyrir hvert stig sem Robert Parker gefur víninu sem er líklegast lægsta gjald per Parker stig fyrir vín sem við höfum flutt inn.

M.ö.o. miðað við verðið í Vínbúðunum eru þetta bestu kaup sem við höfum flutt inn að mati Robert Parker útgáfunnar.

Lýsingin er einhvern veginn svona:

LADERAS DE EL SEQUE 2005 90 stig
„The 2005 Vinedos de El Seque is composed of 80% Monastrell, 10% Syrah, and 10% Cabernet Sauvignon aged 4-6 months in French oak. Opaque purple-colored, it offers a superior nose of graphite, truffle, mocha, blueberry, and blackberry liqueur. Full-flavored and supple on the palate, its personality is formed by gobs of sweet, ripe fruit with all components in balance. There is enough structure to support several years of bottle age but who will be able to resist it now? It is a sensational value worth buying by the case.“ (www.erobertparker.com)

ATH! Vínið hættir í sölu í Vínbúðunum í byrjun júní en það verður hægt að sérpanta þetta gæðavín eftir þann tíma.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, dómar, el bulli, robert parker, spánn, tilboð, vínbúðirnar

Við í Viðskiptablaðinu

Fjallað var um Búrgúndarvínin okkar í Viðskiptablaðinu síðasta föstudag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem það er gert því í vikunni þar á undan var vísað í bloggið okkar um Tappagjald á veitingastöðum.

Af Búrgúndarvínum er það að frétta að brettið er um það bil að leggja af stað frá Frakklandi. Það varð fyrir smávægilegri seinkun því að annar framleiðandinn ákvað að bregða sér til Bandaríkjanna og þar náðist ekki í hann.

Jæja, við erum svo sem ekkert að stressa okkur en maður er farinn að hlakka svolítið til.

Brettið verður að sjálfsögðu flutt í hitastýrðum flutningum alla leið frá framleiðandanum í Frakklandi til Íslands. Þetta eru dýr og viðkvæm vín svo maður tekur enga sénsa á því að þau gætu soðnað einhvers staðar í hitanum á leiðinni.

Sömu sögu er að segja af gámi sem við erum að taka frá Ítalíu frá 5 ólíkum framleiðendum. Hann verður hitastýrður.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, ummæli, veitingastaðir

Gestablogg: Sigurjón og Ritstjórinn heimsækja MR í Köben

.

Sigurjón og Ritstjórinn fóru á MR í Köben um helgina og upplifðu góða stund þrátt fyrir að Ritstjórinn hafi lent í Dry Martini áfalli (Hann er nú á batavegi).

Fór á veitingastaðinn MR í Kaupmannahöfn sl. föstudag og man ekki eftir því hvenær ég varð svona rosalega saddur og ánægður síðast. Ekki nýlega á Norðurlöndunum að minnsta kosti.
 
MR er veitingastaður sem kokkurinn Mads Refslund opnaði fyrir ekki svo mörgum árum. Mads hafði áður unnið á veitingastöðunum The Paul (ein Michelinstjarna) og Noma (tvær Michelinstjörnur). MR fékk eina Michelinstjörnu í ár og stendur undir henni. Sérstaklega maturinn. Við félagarnir pöntuðum fimm rétta matseðil sem var algjör negla. Vínin sem við leyfðum veitingastaðnum að velja með matnum voru líka stórgóð.
 
Þjónustan var góð fyrir utan það hneyksli þegar félaginn pantaði dry martini með twist of lemon en fékk dry martini með ólífu. Þegar hann var rétt búinn að jafna sig á ólífunni reið næsta áfall yfir: Hún var með steininum í. Þjónustan var sem sagt góð en það vantaði aðeins upp á að manni fyndist hún vera frábær. Til dæmis höfðu þjónarnir lært utan að allt um vínin og gátu þulið upp allar staðreyndir í ensku og dönsku en gátu síðan ekki svarað mjög einföldum spurningum um vínin.
 
Ætli menn að upplifa góðan mat er hiklaust hægt að mæla með MR. Staðurinn er ofan á búllunni Hvide Lam og á ekkert annað sameiginlegt með þeim stað.
 
MR
Kultorvet 5
Kaupmannahöfn
http://www.mr-restaurant.dk
Umfjöllun Michelin um staðinn má finna á www.viamichelin.com

S.

2 athugasemdir

Filed under gestablogg, veitingastaðir

Grillfiskur frá Sægreifanum

.

Rakel fór og keypti á grillið hjá Sægreifanum niðri í bæ. Ekkert vesen, enginn glamúr – bara góður fiskur í skemmu á hafnarbakkanum.

Þegar maður hugsar til þess er í raun ótrúlegt að það skuli ekki vera fleiri slíkir staðir í sjávarborginni Reykjavík. Ég sé t.d. fyrir mér veitingastað þar sem hægt er að fá góðan fisk í látlausu umhverfi við höfnina eða í fjörunni einhvers staðar. Einfaldur og ódýr matur og fullt af góðu hvítvíni til að slurpa í sig með.

Minnir mig á fiskistað í Le Marche héraðinu sem við Rakel fórum á fyrir nokkrum árum. Hann var í svona látlausu húsnæði á ströndinni og gott ef ekki að öldurnar flæddu nánast undir hann. Þarna var fiskurinn framreiddur á eins einfaldan hátt og hugsast gat og gott hvítvín drukkið með (sjá mynd af bloggaranum með mettan maga á umræddun veitingastað).

En aftur að Sægreifanum – Rakel keypti sem sagt grillpinna með hrefnukjöti, annan með steinbít og þann þriðja með hörpuskelfiski.

Tekur svona 10-15 mínútur að grilla. Einfalt og ljómandi gott.

Drukkum hvítvínið The Hermit Crab með og fór það afar vel. Skemmtilegt grillvín með mikinn karakter.

2 athugasemdir

Filed under ítalía, d'arenberg, matur, vangaveltur, veitingastaðir

Tvö ítölsk rauðvín fá fína umfjöllun í Gestgjafanum

.

Við höfum verið dugleg að koma sýnishornum til Gestgjafans. Það virkar þannir að við gefum þeim eina flösku af hverri tegund sem fjalla á um. Af henni er tekin mynd og hún síðan smökkuð og dæmd af þeim góðu mæðginum Dominique og Eymari.

Í nýjasta Gestgjafanum fjalla þau um  tvö ítölsk rauðvín frá okkur, Vitiano 2005 frá Falesco og Pinot Nero 2004 frá San Michele Appiano (St. Michael Eppan á þýsku á miðanum því víngerðin er svo norðarlega á Ítalíu).

Svona lítur það út:

FALESCO VITIANO 20054 glös
Enn og aftur erum við með vín frá Falesco í Umbria á smökkunarborði okkar og er það alltaf sönn ánægja. Það er alveg á hreinu að Falesco er með skemmtilegri framleiðendum Ítalíu því að allt sem við höfum smakkað þaðan er einstaklega vel gert – og á góðu verði. Hér er blanda af sangiovese, merlot og cabernet sauvignon sem skilar sér í ilmríku víni með ilmi af kirsuberjum, blómum, súkkulaði og lakkrís. Þetta er bragðmikið vín og vottar fyrir kirsuberjum, tóbaki, svörtu súkkulaði og kryddi. Langt og gott eftirbragð en víninu þarf að umhella til að það njóti sín í botn. Prófið það með steiktu kjöti, ofnsteiktu lamba- eða nautakjöti eða pörusteik. Verð 1.590 kr. – Góð kaup.

Okkar álit: Vín sem kallar á mat, frá virtum framleiðanda – mjög ungt enn en lofar jafngóðu og 2004 sem var afar góður árgangur. Þarf að umhella.

ST. MICHAEL EPPAN [San Michele Appiano] PINOT NERO 20043 1/2 glas
Á Norður-Ítalíu er að finna svæði, Alto Adige, sem er enn mikið undir týrólskum áhrifum þar sem þýska og ítalska eru notaðar jöfnum höndum – til dæmis á flöskumiðunum. Þar er að finna ágæta vínrækt og er San Michele Appiano (eða Skt. Michael Eppan!) ein af þeim virtustu. Hérna erum við með pinot nero frá þeim sem er enn ungt að árum. Það er svolítið lokað í byrjun en opnast hægt og rólega á jarðarber, milt krydd, súkkulaði og skógarbotn. Eins og áður sagði er vínið enn svolítið ungt og kemur það best fram á tungunni. Frekar skörp tannín fela ávöxtinn svoítið en þar á bak við er samt að finna rauðan ávöxt, krydd og sveppi. Þetta er vín sem þarf greinilega að láta liggja í nokkur ár en þeir sem eru óþolinmóðir geta umhellt því. Hafið það með önd eða eðalkjúklingi með trufflum! Verð 1.890 kr. – Góð kaup

Okkar álit: Fíngert og ekta pinot nero frá mjög vönduðum framleiðanda . Þarf annaðhvort að umhella því eða láta það liggja en þetta er frábært vín með góðum, vönduðum kjötréttum.“ (Gestgjafinn 5. tbl. 2007)

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, ítalía, dómar, falesco, Gestgjafinn