Viltu flytja okkur inn?

Það rignir inn tölvupóstum frá vínframleiðendum.

Aðallega frá Ítalíu en líka töluvert frá Frakklandi. Þeir eru að leita eftir samstarfi og bjóða mér vínin sín til sölu.

Það eru eflaust einhverjir sauðir í þessum hópi en mest allt eru þetta fínir framleiðendur með góða vöru. Það er bara svo mikið til af slíkum framleiðendum og í augnablikinu er ég með hendur frekar fullar. Ég hef samt svarað öllum þessum póstum hingað til, skoðað verðlistann ef hann er sendur með og vefsíðuna þeirra ef hún er til, en undanfarið hafa þeir verið svo margir að það bara gengur ekki lengur nema í einstaka tilfellum sem líta betur út en önnur — t.d. þegar heimsþekktir framleiðendur hafa samband.

Í morgun barst mér einn slíkur. Hann kemur frá rómuðum framleiðanda á Ítalíu sem hefur fengist hér á Íslandi í all mörg ár en einhverra hluta vegna leitar hann að nýjum samstarfsaðila.

Ég er líka sérstaklega veikur fyrir öllu svona eins og kom fram í tölvupóstinum hans: „You have the finest portfolio of wines from Italy out of all the importers in Iceland“.

Meira svona takk.

Færðu inn athugasemd

Filed under vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s