Grillfiskur frá Sægreifanum

.

Rakel fór og keypti á grillið hjá Sægreifanum niðri í bæ. Ekkert vesen, enginn glamúr – bara góður fiskur í skemmu á hafnarbakkanum.

Þegar maður hugsar til þess er í raun ótrúlegt að það skuli ekki vera fleiri slíkir staðir í sjávarborginni Reykjavík. Ég sé t.d. fyrir mér veitingastað þar sem hægt er að fá góðan fisk í látlausu umhverfi við höfnina eða í fjörunni einhvers staðar. Einfaldur og ódýr matur og fullt af góðu hvítvíni til að slurpa í sig með.

Minnir mig á fiskistað í Le Marche héraðinu sem við Rakel fórum á fyrir nokkrum árum. Hann var í svona látlausu húsnæði á ströndinni og gott ef ekki að öldurnar flæddu nánast undir hann. Þarna var fiskurinn framreiddur á eins einfaldan hátt og hugsast gat og gott hvítvín drukkið með (sjá mynd af bloggaranum með mettan maga á umræddun veitingastað).

En aftur að Sægreifanum – Rakel keypti sem sagt grillpinna með hrefnukjöti, annan með steinbít og þann þriðja með hörpuskelfiski.

Tekur svona 10-15 mínútur að grilla. Einfalt og ljómandi gott.

Drukkum hvítvínið The Hermit Crab með og fór það afar vel. Skemmtilegt grillvín með mikinn karakter.

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under ítalía, d'arenberg, matur, vangaveltur, veitingastaðir

2 responses to “Grillfiskur frá Sægreifanum

  1. hildigunnur

    þetta er skrítin heimasíða sem þeir Sægreifamenn eru með. Risastór en ekkert á henni.

  2. Já, þetta er alveg rosaleg vefsíða – ótrúlegt reyndar að þeir skuli hafa síðu yfir höfuð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s