Gestablogg: Sigurjón og Ritstjórinn heimsækja MR í Köben

.

Sigurjón og Ritstjórinn fóru á MR í Köben um helgina og upplifðu góða stund þrátt fyrir að Ritstjórinn hafi lent í Dry Martini áfalli (Hann er nú á batavegi).

Fór á veitingastaðinn MR í Kaupmannahöfn sl. föstudag og man ekki eftir því hvenær ég varð svona rosalega saddur og ánægður síðast. Ekki nýlega á Norðurlöndunum að minnsta kosti.
 
MR er veitingastaður sem kokkurinn Mads Refslund opnaði fyrir ekki svo mörgum árum. Mads hafði áður unnið á veitingastöðunum The Paul (ein Michelinstjarna) og Noma (tvær Michelinstjörnur). MR fékk eina Michelinstjörnu í ár og stendur undir henni. Sérstaklega maturinn. Við félagarnir pöntuðum fimm rétta matseðil sem var algjör negla. Vínin sem við leyfðum veitingastaðnum að velja með matnum voru líka stórgóð.
 
Þjónustan var góð fyrir utan það hneyksli þegar félaginn pantaði dry martini með twist of lemon en fékk dry martini með ólífu. Þegar hann var rétt búinn að jafna sig á ólífunni reið næsta áfall yfir: Hún var með steininum í. Þjónustan var sem sagt góð en það vantaði aðeins upp á að manni fyndist hún vera frábær. Til dæmis höfðu þjónarnir lært utan að allt um vínin og gátu þulið upp allar staðreyndir í ensku og dönsku en gátu síðan ekki svarað mjög einföldum spurningum um vínin.
 
Ætli menn að upplifa góðan mat er hiklaust hægt að mæla með MR. Staðurinn er ofan á búllunni Hvide Lam og á ekkert annað sameiginlegt með þeim stað.
 
MR
Kultorvet 5
Kaupmannahöfn
http://www.mr-restaurant.dk
Umfjöllun Michelin um staðinn má finna á www.viamichelin.com

S.

2 athugasemdir

Filed under gestablogg, veitingastaðir

2 responses to “Gestablogg: Sigurjón og Ritstjórinn heimsækja MR í Köben

  1. hildigunnur

    eh, sko, miiiiklu flottara að hafa steininn í ólífunni, úr því hún er þarna á annað borð… :D

  2. http://www.iba-world.com/english/cocktails/

    Hér eru kokteilar hjá barþjónasamtökunum – stendur reyndar ekkert um ólífuna, með eða án steins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s