Við í Viðskiptablaðinu

Fjallað var um Búrgúndarvínin okkar í Viðskiptablaðinu síðasta föstudag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem það er gert því í vikunni þar á undan var vísað í bloggið okkar um Tappagjald á veitingastöðum.

Af Búrgúndarvínum er það að frétta að brettið er um það bil að leggja af stað frá Frakklandi. Það varð fyrir smávægilegri seinkun því að annar framleiðandinn ákvað að bregða sér til Bandaríkjanna og þar náðist ekki í hann.

Jæja, við erum svo sem ekkert að stressa okkur en maður er farinn að hlakka svolítið til.

Brettið verður að sjálfsögðu flutt í hitastýrðum flutningum alla leið frá framleiðandanum í Frakklandi til Íslands. Þetta eru dýr og viðkvæm vín svo maður tekur enga sénsa á því að þau gætu soðnað einhvers staðar í hitanum á leiðinni.

Sömu sögu er að segja af gámi sem við erum að taka frá Ítalíu frá 5 ólíkum framleiðendum. Hann verður hitastýrður.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, ummæli, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s