Stump Jump er Bestu kaupin í Gestgjafanum

.

Stump Jump vínin frá d’Arenberg byrjuðu í Vínbúðunum fyrir nokkrum vikum síðan.

Stump Jump rautt og Stump Jump hvítt.

Hvítvínið er valið Bestu kaupin í nýjasta Gestgjafanum sem var að detta inn um lúguna.

Lýsingin er mjög góð, þeim finnst það m.a. „eitt af þessum vínum sem skera sig úr og hrífa mann því það er einfaldlega yndislegt“

D’ARENBERG STUMP JUMP 20054 glös Bestu kaupin
„Ástralski framleiðandinn d’Arenberg í McLaren Vale hefur verið mikið í sviðsljósinu af tveimur ástæðum. Nöfnin á vínunum hans hafa verið frekar frumleg (The Laughing Magpie, The Footbolt, The Hermit Crab o.fl.) og hann hefur farið ótroðnar slóðir með þrúgnablöndur og fikrað sig áfram með mjög góðum árangri. Vínin gefa ekkert eftir í gæðum og framleiðslan fer fram með hefðbundnum aðferðum til að varðveita „terroir“ og persónuleika. Og þau hafa hann. The Stump Jump (skýring nafnsins er á miðanum!) er þar engin undantekning: blanda af riesling, sauvignon blanc, marsanne (og roussanne) sem evrópskir víngerðarmenn myndu ekki láta sér detta í hug að blanda saman. Vínið er mjög ferskt og virkilega ilmríkt þar sem vel er hægt að greina einkenni allra þrúgnanna; steinefni, sítrónu, límónu og blóm frá riesling, mild stikilsber frá sauvignon blanc og ferskjur og hnetur frá marsanne. Í munni heldur þetta sama áfram og vínið hefur mjög góða fyllingu. Þetta er eitt af þessum vínum sem skera sig úr og hrífa mann því það er einfaldlega yndislegt. Verð 1.490 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Notið það við öll tækifæri með grilluðum humar eða fiski (ekki of krydduðum), sítrónukjúlingi, laxi … eða einfaldlega sem fordrykk. Yndislegt vín með karakter.“ (– Gestgjafinn 6. tbl. 2007)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, Gestgjafinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s