Stump Jumparnir fá fína dóma í Morgunblaðinu

.

Það eru bara nokkrir dagar síðan að Stump Jump hvítvínið hlaut afbragðsumfjöllun í Gestgjafanum og núna í dag er fjallað um það í Morgunblaðinu.

Steingrímur gefur því góða einkunn, 88 stig fyrir vín sem kostar 1.490 kr. verður að teljast all gott. Honum finnst það tilvalið „fyrir heit síðdegi í sólinni“ en í guðanna bænum ekki drekka það bara þá!

Hann fjallar líka um Stump Jump rauðvínið og gefur því stigi lægra eða 87 stig sem er sömuleiðis prýðileg einkunn.

THE STUMP JUMP 2005 er hvítvín frá McLaren Vale í Ástralíu úr smiðju vínhússins d’Arenberg. Líkt og unnendur d’Arenberg eiga að venjast eru farnar ótroðnar slóðir í þrúgublöndunni en þarna eru notaðar þrúgurnar Riesling, Sauvignon Blanc og Marsanne. Vægast sagt óvenjuleg blanda en þarna eru þrúgur sem eiga ættir sínar að rækja að þremur stórfljótum Frakklands: Rínar, Loire og Rónar. Þetta er ávaxtaríkt og ilmríkt vín með miklum og sætum sítrus, hvítum ávexti, perum og grænum rabarbara. Mjúkt og þykkt sumarvín fyrir heit síðdegi í sólinni. 1.490 krónur. 88/100 Rauðvínið STUMP JUMP 2005 er einnig þriggja þrúgna blanda en þrúgurnar þrjár eru allar frá Rón: Grenache, Shiraz, Mourvédre. Það hefur feitt og þykkt yfirbragð, bláber, brómber og jarðarber í bland við vanillu og krydd. Sætur ávöxtur í munni en jafnframt sýra þótt sætleikinn hafi yfirhöndina. 1.490 krónur. 87/100.“ (Morgunblaðið 1. júlí 2007 )

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, morgunblaðið, vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s