Hvað er þetta með ríkiseinokun á drykkjarvöru?

Samkeppniseftirlitið gerði í dag húsleit hjá Mjólkursamsölunni til að kanna hvort fyrirtækið hafi hugsanlega misnotað markaðsráðandi aðstöðu sína (sjá frétt á mbl.is).

Það er slæmt ef satt er og ennþá verra að fyrirtækið skuli vera í eigu ríkisins.

Manni verður ósjálfrátt hugsað til annars slíks fyrirtækis sem er nágranni Mjólkursamsölunnar og selur annars konar drykkjarvöru, öllu áfengari. Nú er ég að sjálfsögðu ekki að segja að Mjólkursamsalan hafi brotið af sér, það á eftir að koma í ljós, og hvað þá síður að nágranni þess ÁTVR sé líklegt til nokkur slíks. ÁTVR er líka einokunarfyrirtæki og getur því ekki brotið á neinum hefðbundnum samkeppnisaðilum.

Það að ríkið skuli yfir höfuð vera að fást við þessa tegund af atvinnurekstri er náttúrulega löngu úrelt hugmynafræði.

En að annarri frétt, svolítið skyldri:

Áfengiseinokunin í Svíþjóð hefur tapað máli á hendur nokkrum þarlendum einstaklingum sem keypt höfðu vín gegnum netið og flutt inn til landsins (sjá frétt á mbl.is). Sömu einstaklingar ætla nú að kæra einokunina fyrir að leggja á áfengistolla.

Ég skal viðurkenna að ég fagna svoítið óförum þessarar sænsku ríkiseinokunarrisaeðlu svo framarlega sem það geti stuðlað óbeint að því að áfengissmásala verði gefin frjáls á Íslandi.

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttir, morgunblaðið, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s