Skólabókardæmi um aðlaðandi vín frá Sikiley

.

Steingrímur fjallar um sikileysk vín í Morgunblaðinu í dag.

Við eigum þrjú vín þar á meðal. Nýju vínin tvö frá Firriato víngerðinni, Emporio hvítt og Emporio rautt, fá 87 og 86 stig. Firriato er á bak við þessi tvö vín þótt nafnið þeirra komi hvergi fram.

Santagostino frá Firriato fær 89 stig og finnst Steingrími það vera „skólabókardæmi um hvað það er sem gerir sikileysku vínin svo aðlaðandi og svo góð kaup.“ Þetta er í þriðja sinn sem Steingrímur fjallar um Santagostino og gaf hann því áður 18/20 í bæði skiptin — þá gaf hann einkunnir á 20 stiga skalanum en núna á 100 stiga skalanum.

Ný á markaðnum eru vín sem seld eru undir nafninu Emporio. Þessi vín eru framleidd í samstarfi sikileyska vínhússins Firriato (sem verið hefur á markaðnum hér um árabil) og fyrirtækisins International Wine Services, sem undir stjórn Ástralans Kym Milne hefur tekið þátt í margvíslegum samstarfsverkefnum víða um heim. Ágætt dæmi um svokallaða „fljúgandi“ víngerðarmenn sem hafa verið svo áhrifamiklir í að hleypa nýju blóði í víngerð hér og þar.

Hvítvínið EMPORIO INZOLIA-GRECANICO 2006 er skemmtilegt vín í stíl einhvers staðar á milli Evrópu og Nýja heimsins. Ferskju-, apríkósu- og kantalópuangan. Millilengd, einfalt og milt, bragðgott og ljúft. 1.390 krónur. 87/100

Ilmur rauðvínsins Vinarte EMPORIO ROSSO [Nero d’Avola-Sangiovese] 2006 [2004 er reyndar árgangurinn] er einfaldur en ljúfur, þarna er plómu- og sveskjuávöxtur, fremur létt vín, sumarlegt og þægilegt. 1.390 krónrur. 86/100

Og er þá ekki fínt að ljúka þessu með víni frá Firriato, nefnilega SANTAGOSTINO 2003: Þetta er vín sem er einmitt skólabókardæmi um hvað það er sem gerir sikileysku vínin svo aðlaðandi og svo góð kaup. Þykkur, kryddaður og heitur ávöxtur. Sólber, rósir og vindlavafningur, mjúkt, feitt og kryddað með flottri uppbyggingu. Afskaplega þéttriðið í munni, tannískt og öflugt. Og allt þetta fyrir bara 1.890 krónur. 89/100

– Morgunblaðið 8. júní 2007

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, firriato, morgunblaðið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s