Vínkeðjan heldur til Svíþjóðar – Don Pedro bloggar um The Footbolt

.

Don Pedro fór alla leið til Svíþjóðar til að leita uppi kjöraðstæður til þess að smakka The Footbolt.

Hér er hægt að lesa hvað honum finnst

Don Pedro á bestu þakkir skilið fyrir að sinna þessu verkefni af svona mikilli alvöru og kappi.

Verst að flaskan hafi (vonandi) verið skemmd.

Það geta verið ýmsar skýringar á því og ég ætla fyrir kurteisissakir ekki að koma með þá tilgátu að hún hafi eyðilagst í höndum Donsins heldur er líklegra að flaskan hafi verið skemmd áður en hún hélt frá Ástralíu eða þá á leiðinni til Íslands. The Footbolt er nefnilega ekki filterað eða síað. Nei – d’Arenberg fólkið er ekki svona miklir sóðar. Þessum gerhreinsunum er sleppt til þess að varðveita karakterinn frekar en þvo hann í burtu en í staðinn verður vínið aðeins óstöðugra og líklegra til þess að skemmast undir álagi.

Don Pedro hefur skorað á Huga til að halda áfram Vínkeðjunni.

Ég mun líka að sjálfsögðu láta Don Pedro hafa aðra flösku af The Footbolt, þó ekki nema í sárabætur fyrir alla fyrirhöfnina. Þá mun koma í ljós hvort vínið geti unnið sig upp úr flokkinum „vont“ í „gott“, eða jafnvel í „frábært“. 

Kannski óþarfi samt að fara sérstaklega til útlanda til þess að smakka vínið í þetta skiptið.

Lestu hér hvað aðrir bloggara hafa að segja um The Footbolt

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s