Uppskrift af kræklingum

Það er svona á mörkunum að hægt sé að kalla þennan rétt „uppskrift“, svo einfaldur er hann.

Þetta er meira svona leið til að koma hráefninu á diskinn í sem bestu formi.

Og þó, það er nú hvítvín í þessu.

Mikið hvítvín.

Ég keypti kíló af íslenskum kræklingi hjá Víni og Skel á Laugaveginum í gær og reiddi það fram í forrétt um kvöldið ásamt hinu vinsæla hvítvíni frá Appiano á N-Ítalíu St. Valentin Sauvignon Blanc 2005. Þurrt hvítvín og óeikað fer best með skelfiski. Ég hef leitað að skelfiski lengi en hvergi fundið og því er þetta framtak hjá þeim Vín og Skel mönnum lofsvert en á hverjum laugardegi í sumar verður hægt að kaupa ferskan krækling og ýmislegt fleira í portinu hjá þeim.

Líklegast er best að finna sem einfaldasta aðferð til að matreiða kræklinginn svo hann njóti sín sem best og virkaði þessi hér fyrir neðan afbragðs vel – ég fann hana í bókinni The Best Recipe:

1/2 flaska af þurru hvítvíni (notuðum Mas Nicot)
1 desilíter saxaður skallottulaukur
3 söxuð hvítlauksrif
1 lárviðarlauf
1 kíló kræklingur
2 msk smjör
1 desilíter söxuð steinselja

ATH! Það á aðeins að nota lokaðar skeljar og henda þeim sem eru þegar opnaðar. Þegar kræklingurinn soðnar opnast allar skeljar, þeim sem ekki gera það má henda.

Hvítvín, skallottulaukur, hvítlaukur og lárviðarlauf sett í pott og suðu náð upp. Soðið létt í 3 mínútur. Hitinn aukinn og kræklingurinn settur út í. Soðinn í 5-6 mínútur og hrært öðru hvoru í til að soðið dreifist vel yfir fiskinn. Kræklingurinn fjarlægður með sleif úr pottinum og settur í skál. Smjöri bætt út í soðið, síðan steinselju og öllu saman hellt yfir kræklinginn.

Gott að bera fram með ristuðu brauði til að dýfa í sósuna.

4 athugasemdir

Filed under appiano, matur, uppskrift

4 responses to “Uppskrift af kræklingum

  1. hildigunnur

    snilld að fá krækling, ég vissi ekki af þessu framtaki. Ég þangað, á laugardaginn kemur :)

  2. já, síðast þegar ég fann krækling var fyrir einu og hálfu ári síðan í Ostabúðinni Skólavörðustíg – nema í fjöru kannski

  3. hildigunnur

    jú, það má náttúrlega finna þá í fjöru ;) Samt ekki eins öruggt og það var, nú verður maður að passa r-lausu mánuðina hér líkt og úti, sjórinn er búinn að hitna svo mikið.

  4. Við fórum einhvern tímann í Hvalfjörðinn og týndum í klukkutíma – svona 6 stykki. Fór í köttinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s