Nammi namm frá Ítalíu – Grecante 2005 frá Arnaldo Caprai í Gestgjafanum

.

Grecante 2005 frá Arnaldo Caprai fær 4 glös í nýjasta Gestgjafanum sem datt inn um lúguna í dag, „[g]imsteinn frá Ítalíu“ eins og þau kalla og „á þessu líka frábæra verði“

Þeim finnst það líka vera „nammi namm“.

Í sama blaði fær The Stump Jump rauðvínið frá d’Arenberg 3 1/2 glas. The Stump Jump hvítvínið var einmitt dæmt í síðasta Gestgjafa og fékk þá 4 glös (lestu dóminn)

ARNALDO CAPRAI GRECANTE 20054 glös
„Þrúgan grechetto er tiltölulega óþekkt þrúga sem einungis er ræktuð í Mið-Ítalíu og er hún þá oftast blönduð við malvasia, trebbiano og verdello. Hér er hins vegar á ferðinni 100% grechetto sem er sjaldséð og hvað þá hér á fróni. Það ilmar yndislega af blómum, perubrjóstsykri, sítrusi og hunangi – svona rétt í lokin. Það virkar svolítið feitlegt í munni en er samt sem áður ferskt og finna má sömu einkenni og í nefi. Virkilega aðlaðandi vín sem er ólíkt flestum hvítvínum og getum við verið þakklát fyrir að hafa aðgang að því og á þessu líka frábæra verði. Drekkið það með grilluðum fiski eða hreinlega humar-risotto, nammi namm.
Verð 1.790 kr. – mjög góð kaup
Okkar álit: Gimsteinn frá Ítalíu – kröftugt, glæsilegt og fágað með betri máltíðum í sumar (og í haust líka!).“

STUMP JUMP GSM 20053 1/2 glas
„Ástralar hafa komist upp á lag með að nota þessa algengu Miðjarðarhafsblöndu af grenache, mourvedre og shiraz og er útkoman nánast alltaf góð. Þetta eintak kemur frá hinum bráðskemmtilega (og sennilega sérvitra) framleiðanda d’Arenberg og er ilmurinn opinn með votti af blómum, kirsuberjum, kryddi og eik. Það er milt en líflegt á tungunni og þar er að finna jarðarber, hindber, blóm, krydd og létta eik. Skemmtilegt vín sem er ferskt en í senn bragðmikið og þægilegt. Prófið þetta með Miðjarðarhafsréttum, ætti að ganga vel.
Verð 1.490 kr. – góð kaup
Okkar álit: Bragðgott og þæilegt vín, líflegt og með góðan karakter. Fíngert og ferskt, gott matarvín í línu d’Arenberg.“ (Gestgjafinn 7. tbl. 2007)

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, Gestgjafinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s