Grecante fær 91 stig í Morgunblaðinu og Vitiano 89 stig.

.

Ég var að enda við blogga um frábæra dóma sem hvítvínið Grecante 2005 frá Arnaldo Caprai fær í nýja Gestgjafanum (lestu dóminn) þegar önnur fantagóð umfjöllun birtist — í Morgunblaðinu í dag fær vínið 91 stig

Sem fyrr er það Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sem fjallar um vínin.

Honum finnst það „[a]lgjörlega stórkostlegt matarvín“ og “ yfirbragðið allt einstaklega fágað og fókuserað“ m.a.

Í sömu grein fjallar Steingrímur um rauðvínið valinkunna Vitiano 2005  frá Falesco sem sömuleiðis fær mjög góða umfjöllun, 89 stig og finnst það vera „[e]kta sumarvín“. Fyrir skömmu fékk Vitiano hvítvínið sömu einkunn (lestu dóminn).

Þetta eru góðar fréttir. Greinin byrjar reyndar öll á mjög svo jákvæðu nótunum eins og kemur fram hér fyrir neðan:

     „Ítalir eru oft snillingar í víngerð og Steingrímur Sigurgeirsson segir að mörg af bestu kaupunum i vínbúðunum séu einmitt vín úr smiðju ítalskra víngerðarmanna, allt frá Veneto í norðri til Sikileyjar í suðri.

     Hér eru tvö snilldargóð vín frá miðbiki landsins, héraðinu Úmbríu suður af Toskana.
     Arnaldo Caprai er einn besti framleiðandi Úmbríu og vínið GRECANTE 2005 er eitt af þessum unaðslegu ítölsku hvítvínum sem stundum reka á fjörur manns. Þetta Úmbríuvín er unnið úr einni af heimaþrúgum þess héraðs, Grecante. Það hefur stílhreint, skarpt og þurrt yfirbragð með nokkurri sýru og beinskeyttum, slípuðum peru-, epla- og þrúguávexti. Mikil lengd í bragðinu og yfirbragðið allt einstaklega fágað og fókuserað. Algjörlega stórkostlegt matarvín. 1.790 krónur. 91/100
     Ég fjallaði nýlega um hvítvínið frá Falesco en það er annað af þeim unaðslegu hvítvínum sem okkur standa til boða. Falesco er fyrirtæki bræðranna Renzo og Riccardo Cotarella en sá síðarnefndi hefur á undanförnum árum getið sér orðs sem einhver besti víngerðarmaður Ítalíu og vinnur sem ráðgjafi fjölmargra vínfyrirtækja. Þetta er hins vegar fjölskylduhúsið.
     Rauðvínið Falesco VITIANO 2005 er ungt og bjart að upplagi, í nefi kirsuber, krækiber og plómur, mild eik umlykur síðan ávöxtinn. Í munni er þéttur berjaávöxturinn ríkjandi með góðri sýru. Þrúgurnar í þessu víni eru Sangiovese, Cabernet Sauvignon og Merlot í nokkurn veginn jöfnum hlutföllum. Ekta sumarvín sem gott er að bera fram við hitastig undir stofuhita, t.d. 18 gáður. 1.490 krónur [reyndar 1.590 kr.]. 89/100. “ 

(Morgunblaðið 22.6.2007, Steingímur)

Það er óvart birt vitlaus mynd, í staðinn fyrir Vitiano rauðvínið er mynd af systurvíninu Vitiano hvítvíninu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s