Rósavín og Búrgúndarvín fá lofsamlega umfjöllun í Wine Spectator

.

Við Rakel röltum niður í Eymundsson í gær í veðurblíðunni og fengum okkur kaffisopa. Einn af þessum góðu dögum þar sem er virkilega hægt að labba meðfram sjávarsíðunni á skyrtunni.

Eins og svo oft þegar ég fer í bókabúðirnar gluggaði ég í Wine Spectator víntímaritið bandaríska. Stundum kaupi ég eintakið, sérstaklega þegar verið er að fjalla vel um okkar vín.

Það sem vakti athygli mína var forsíða blaðsins. Annars vegar forsíðumyndin sjálf og aðalgreinin um rósavín og hins vegar umfjöllun blaðsins um Búrgúndarvín — en við eigum fulltrúa í báðum þessum flokkum.

Kom á daginn að í báðum flokkum voru okkar fulltrúar í sviðljósinu og Rakel þurfti að hlusta á undirritaðan monta sig og þusa alla leiðina aftur heim — upptendraðan af tvöföldum macchiato sem virkaði eins og olía á eldinn.

Það virðist ekki vera hægt að fjalla um rósavín á faglegan hátt án þess að minnast á Domaine Tempier rósavínið og það verður líklegast ekki ofsagt að þetta sé hugsanlega virtasta rósavín sem framleitt er miðað við þá almennu og góðu umfjöllun sem það fær meðal vínskríbentanna. Í tímaritinu er fjallað um vínið undir fyrirsögninni „Rosé Comes to the Table – These Versatile Wines Prove a Serious Match for Food“ þar sem því er stillt fram með ákveðnum réttum ásamt tveimur öðrur rósavínum.  Tempier rósavínið er parað með ofngrilluðu kálfakjöti með gulrótarmús og baunum.

Í blaðinu er líka listi yfir „Recommended Sparkling and Still Rosés“ þar sem 2005 árgangur af Tempier rósavíninu er í 2-4 sæti yfir bestu rósavínin (þ.e. „Still Rosés“) með einkunnina 89 stig og eftirfarandi umfjöllun: „Offers a luscious aroma, concentrated dried cherry and raspberry flavors and hints of fig. Spice and smoke on the finish.“. Uppgefið verð er 32$ sem verður að teljast vel samkeppnishæft við okkar verð á 2.290 kr. (2004 árg.).

Í umfjöllun tímaritsins um 2004 árganginn frá Búrgúnd er Lucien Le Moine einfaldlega fremstur meðal jafningja. Á „Top-Scoring“ lista blaðsins yfir 21 bestu vínin að þeirra mati eru fjögur vín frá Lucien Le Moine. Tvö í 2.-4. sæti, tvö í 5.-7. sæti og eitt í 11. sæti. Enginn annar framleiðandi á fleiri en tvö vín á þessum lista en önnur fræg nöfn eru t.d. Roumier, Champy, Laurent, Jadot, Méo-Camuzet og fleiri.

Ekki slæmt það. Af vínunum frá Lucien le Moine er það að segja að þau koma til landsins í vikunni eftir smávegis seinkunn. Flutningurinn er hitastýrður. Á sama bretti eru vínin frá Ég hef ekki haft tíma til þess að setja þessa tvo góðu framleiðendur frá Búrgúnd á vefsíðuna — það er líka sól úti — en geri það fljótlega. Þangað til má lesa kannski lesa þennan tölvupóst. Listinn yfir vínin í tölvupóstinum er ekki alveg tæmandi því nokkur vínanna voru þegar upppöntuð þegar hann var gerður og nokkur hafa selst upp síðan.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, dómar, grivot, lucien le moine, wine spectator

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s