Monthly Archives: júlí 2007

Tvær bíómyndir um 1976 vínsmakkið í París

Tvær bandarískar bíómyndir eru í bígerð þar sem byggt er á sama efni, nefnilega Paríssmökkuninni 1976 þar sem vín frá Kalíforníu höfðu betur í blindsmakki gegn vínum frá Frakklandi (lestu þetta blogg þar sem ég fjalla um endurtekningu smökkunarinnar 2006).

Þetta kemur fram á vef Dr. Vino

Önnur, The Judgment of Paris, er svokölluð „official“ útgáfa í samræmi við óskir breska smakkarans Steven Spurrier sem tók þátt í 1976 atburðinum. Þar hafa verið nefndir ekki síðri leikarar en Hugh Grant eða Jude Law í hlutverk Spurriers.

Hin er sett þessari til höfuðs (eða öfugt) og heitir Bottle Shock. Þar mun hinn stórgóði Alan Rickman fara með hlutverk Spurriers.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessar myndir ætla að ná dramatískri spennu út úr vínsmakki en samkvæmt San Francisco Chronicle er að finna m.a. þessa mögnuðu setningu í handriti síðari myndarinnar:

„I’d leave my wife in the gutter for another taste of that voluptuous noble fluid with subtle hints of magnificent licorice and cooked ripe black currant.“

Þarna er alvörukrítík á ferðinni, ekkert létt hjal.

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, frakkland, fréttir, kvikmyndir, vínsmökkun

Búrgarar komnir á vefinn (með erfiðismunum)

.

Þá er maður búinn að bæta þeim félögum Domaine Jean Grivot og Lucien Le Moine á vefsíðuna.

Ég setti bara inn þau vín sem flutt voru í einhverju magni – þ.e.a.s. fleiri en 12 flöskum! – og lét vera öll hin því ég bara hreinlega nennti ekki að setja inn vín á vefsíðuna sem voru flutt inn í þremur, 6 eða 12 flöskum og jafnvel lítið eða ekkert til af þeim ennþá. 

Hef líka fitnað um 5 kíló og öll vinna orðin erfiðari en áður.

Þá er bara að hringja eða senda tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is og spyrja manninn um stöðu framboðs.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, frakkland, grivot, lucien le moine

Stump Jump hvítvínið fær 88 stig hjá Tanzer

.

Þessar einkunnir voru að koma í hús frá Steve Tanzer’s International Wine Cellar.

Stump Jump 2006 hvítvínið sem nú er fáanlegt í Vínbúðunum fær þar 88 stig sem er flott einkunn fyrir ekki dýrara vín.

Hér fyrir neðan er listi af þeim vínum frá d’Arenberg sem við flytjum inn nú þegar og þær einkunnir sem vínin fá hjá Steve Tanzer útgáfunni. Fyrir utan The Stump Jump 2006 hvítvínið er í öllum tilvikum um að ræða árganga sem ekki eru enn komnir til landsins. Eina vínið sem við flytjum inn sem ekki fékk umfjöllun er Stump Jump rauðvínið.

Í fyrsta sinn er ég best veit er það ekki Tanzer sjálfur sem fjallar um áströlsku vínin heldur Josh nokkur Reynolds.

The Dead Arm 200393 stig
Inky violet. Vibrant, perfumed nose melds blackberry, cassis, kirsch, licorice and dried flowers. One the palate, this shiraz shows an intriguing mix of sweet dark fruit flavors and firmer earth and mineral notes, with big but supple tannins contributing stucture. The palate-staining finish features notes of bitter cherry, cured tobacco and high-octane chocolate. Nothing obvious here.
The Footbolt 200589 stig
Bright purple. Impressively perfumed aromas of powerful dark berries and musky herbs. Frech, spicy blackberry and cassis flavors are enlivened by tangy minerals and sweetened by a suggestion of floral pastille. Takes a slightly bitter turn on the chewy finish, leaving an impression of licorice. Serve this with something smoky.
The Stump Jump White 2006 – 88 stig
Light yellow. Frech citrus and pear aromas, with bright mineral and floral nuances adding complexity. Fresh lemon and lime on the palate, with a brick, gently herbaceous character. Finishes clean and lively, with good persistence. Ecellent value here.
The Ironstone Pressings 2005 – 90 stig
Ruby red. Smoky cherry and dark berry armoas are expansive and pure, with fresh violet, cured meat and sassafras adding complexity. The red fruit flavors display good energy and thrust thanks to bright minerality, and are braced by youthfully firm tannins. The silky finish offers a good jolt of tangy redcurrant.
The Hermit Crab 200687 stig
Green-gold. Exotic melon, peach, lichee and tangerine aromas, with a deeper gingerbread accent. Fleshy citrus and pear flavors are quite bright, with a light hint of tarragon on the finish. I´d drink this on the young side.
The Laughing Magpie 200690 stig
Ruby-red. Seductive red and dark berries on the nose, with deeper soy and dark chocolate notes. Fresh and juicy, with energetic blueberry and cassis flavors, a hint of violet pastille and dusty tannins. Firms up on the finish, taking on notes of licorice and plum preserve. Impressively persistent, sappy and relly delicious now.
The Cadenzia 200588 stig
A blend of Grenache, Shiraz and Mourvedre. Ruby-red. Vibrant strawberry and raspberry aromas display good purity and focus. Fresh and juicy, with lively red berry flavors and bright minerality. Finishes clean and persistent. Serve this with strongly spiced grilled meats.
The Custodian 200590 stig
Deep red. Musky red berries and herbs on the nose, with subtle cracked pepper and woodsmoke accents. Lush, jammy raspberry and strawberry flavors possess very good depth and sweetness, with no rought edges to get in the way of immediate gratificaion. Expands on the back end, actually gaining in sweetness and finishing with a strong jolt of red berry liqueur. This packs an awful lot of pleasure for the buck.“ (Steve Tanzer´s International Wine Cellar)

Ein athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar

101 sumarlegar og fljótlegar uppskriftir frá The New York Times

New York Times var að birta þennan lista yfir hundrað og eina uppskrift sem eiga það allar sameiginlegt að vera í anda sumars, einfaldar og einstaklega fljótlegar.

Stundum eru svoleiðis uppskriftir líka bestar ef hráefnið er fyrsta flokks.

Ég ætti kannski að birta lista yfir hundrað og eitt vín sem á að drekka með þessum réttum en í staðinn segi ég:

„Casa-þetta bara!“

Þ.e.a.s Casal di Serra á línuna! Það er svo fjölhæft og gott að það getur varla klikkað.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, umani ronchi, uppskrift

Ég hef verið rændur

Sé miðað við líterinn þá er Richebourg 2004 frá Domaine Grivot dýrasta flaska sem við höfum flutt inn.

12 flöskur af þessu víni komu til landsins í vikunni eða svo stóð til en þegar ég opnaði kassann voru þær bara 11 og var augljóslega búið að rífa hann upp og setja annars konar límband heldur en það sem var sett á kassann af framleiðandanum. Eini kassinn sem var tvílímdur með þessum hætti.

Greinilega horfið á leiðinni til Íslands og greinilegt að sá sem stóð að verki vissi hverju var eftir að falast því þetta var snyrtilega gert og flaskan sú dýrasta í sendingunni. Hefði hann tekið allan kassann hefði þetta verið augljósara og hugsanlega komist upp.

Jæja, svona er nú það. Ég lét allavegana framleiðandann vita og flutningsaðilann.

Kannski bæta tryggingarnar þetta en ég sé nú næstum meira eftir flöskunni sem nú hlýtur þau örlög að lenda ofaní kokinu á bíræfnum ræningja.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, sérstæð sakamál

Þuklað á Búrgundarvínum – 2004 árgangur kominn til landsins

.

Loksins!

Loksins, loksins, loksins.

Nú er sendingin góða frá Búrgúnd komin til landsins. Í gær. Lucien Le Moine og Domaine Jean Grivot.

Hún kom með hitastýrðum flutningum við 15°C til að öfgahitastig á flutningsleiðinni myndu ekki skaða þessar viðkvæmu sálir.

Ég gekk samt úr skugga um að allt væri í lagi með því að opna nokkra kassa og þukla á fáeinum glerjum.

En til að vera alveg viss þá opnaði ég eina og þar sem að hún var nú opin ákvað ég bara að drekka hana í kvöld með tengdamömmu sem mætti í grillaðan kjúlla og bakaðar kartöflur. Salat úr garðinum.

Það var Bourgogne 2004 frá Lucien Le Moine sem er inngangsrauðvínið í hans seríu. Ég var svo afskaplega sæll með þetta vín og lofar það góðu með framhaldið. Það hefur ferskan og mjög svo heillandi ilm með tónum af berjum, rauðu greipi, jörð, mosa og pínulítilli eik, sýran nokkur og smávegis biturleiki (minnti mig aðeins á Barbera þrúguna frá Ítalíu hvað þetta varðar) sem gerir það að betra matarvíni.

Búrgúndarvínin frá þessum tveimur framleiðendum munu ekki fást í Vínbúðunum heldur einungis með sérpöntun og ganga þeir fyrir sem eru á póstlista Víns og matar. Stór hluti er þegar frátekinn.

3 athugasemdir

Filed under búrgúnd, frakkland, grivot, lucien le moine

Einn af sumarsmellunum 2007 – Frizzando 2006

.

Undir fyrirsögninni „Hvítir sumarsmellir“ í Morgunblaðinu fjallar Steingrímur um nokkur góð hvítvín sem honum finnst sérstaklega sumarleg.

Hann byrjar á Frizzando 2006 frá Sandhofer, okkar manni í Austurríki.

„Það gerist ekki mikið sumarlegra“ eins og Steingrímur segir:

FRIZZANDO D’VILLA VINEA 2006 frá Sandhofer er einn af sumarsmellunum 2007. Þetta er tiltölulega lítið vínhús (15 hektarar) í Neusiedlersee sem hefur getið sér gott orð í Austurríki og er ánægjulegt að sjá með fulltrúa í vínbúðunum hér. Frizzando er vín sem freyðir en er samt ekki alveg freyðivín. Fersk vínber og gul þroskuð epli og gular perur í fersku, örlítið sætu og aðallega yndislegu léttfreyðandi víni. Austurríkismenn kalla vín sem þessi Perlwein, þau perla en freyða ekki. Það gerist ekki mikið sumarlegra.
1.790 kr. 88/100“ (Mbl. 13.7.2007)

Ég mæli með þessu víni beint úr ísskápnum, fyrir mat, með mat, eftir mat.

Undir mat, ofan á mat, út á mat.

Endurmat, greiðslumat, fasteignamat.

Eða bara eitt og sér.

Annars var ég hálfgerður klaufi að auglýsa vínið alls staðar á 1.790 kr. því það kostar víst óvart 1.850 kr. Það mætti reyna að biðja um 60 krónur endurgreitt við kassann í Vínbúðunum – nú eða bíða þangað til ég lækka vínið í rétt verð sem verður á næstu vikum.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, morgunblaðið, sandhofer