Heimsókn frá Castello di Querceto gekk vel

.

Þá eru Alessandro og Antonietta frá Castello di Queceto flogin heim í kastalann sinn.

Heimsóknin gekk afskaplega vel og voru hjónin hin ánægðustu. Þau komu í mat til okkar á fimmtudagskvöldið og grillaði ég m.a. humar og hrefnu sem fór vel ofan í mannskapinn. Eitthvað var drukkið af góðu víni og grappatár að sjálfsögðu að lokum. Dominique var líka með okkur, hún var ansi dugleg að safna góðum mannskap í vínsmakkið.

Hjónin skelltu sér í rútuferðir á gullna hringinn og Snæfellsnes og borðuðu vel á veitingahúsum borgarinnar.

Vínsmakkið á La Primavera á laugardeginum heppnaðist síðan mjög vel. 30 manns mættu sem er metþátttaka og það á einum besta sólardegi sumarsins. Það var létt yfir þessu og góður andi sem þakka má fyrst og fremst góðum hópi gesta.

Á sunnudeginum var farið í Bláa lónið — sem var reyndar grænt — og snarlað í hádeginu.

Hér má kíkja á myndir frá heimsókninni

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, chianti classico, la primavera, vínskólinn, vínsmökkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s