Sumarvín í Vínbúðunum

Það standa yfir sumarvíndagar í Vínbúðunum.

Við eigum 5 vín þar sem eru á tilboði fram yfir verslunarmannahelgi.

Casal di Serra (1.490 kr. í stað 1.590 kr.) er vinsælt hvítvín frá Umani Ronchi í Le Marche héraði á Ítalíu. Það er eingöngu framleitt úr Verdicchio þrúgunni og hefur verið eitt vinsælasta ítalska hvítvínið í Vínbúðunum síðustu ár.

The Footbolt (1.690 kr. í stað 1.790) er bragðmikið rauðvín frá d’Arenberg í McLaren Vale í S-Ástralíu og er hreint Shiraz. Við völdum það fyrsta keðjuvínið okkar.

Lou Maset (1.490 kr. í stað 1.600 kr.) er karaktermikið rauðvín frá Domaine d’Aupilhac í Languedoc héraði Frakklands. Það er samsett úr nokkrum þrúgum og er bæði lífrænt og bíódýnamískt.

Grecante (1.690 kr. í stað 1.790 kr.) er ofurljúft hvítvín frá Arnaldo Caprai í Umbria héraði á ítalíu. Það heitir í höfuðið á þrúgunni sem það er úr, þ.e.a.s „Grechetto“ og er mikið og gott matarvín, þykkt og aðlaðandi.

Chateau de Flaugergues (1.650 kr. í stað 1.750 kr.) er vel gert og heillandi rauðvín frá samnefndum framleiðanda í Languedoc héraði Frakklands sem hitti í mark þegar það kom fyrst á markað fyrir ári síðan. Þetta er svokallað GSM vín, þ.e.a.s. það er framleitt úr þrúgunum Grenache, Syrah og Mourvédre.

Þessi vín eru öll góð kaup. Mikið fyrir lítið.

Nú á enn betra verði.

Færðu inn athugasemd

Filed under aupilhac, caprai, d'arenberg, flaugergues, tilboð, umani ronchi, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s