Einn af sumarsmellunum 2007 – Frizzando 2006

.

Undir fyrirsögninni „Hvítir sumarsmellir“ í Morgunblaðinu fjallar Steingrímur um nokkur góð hvítvín sem honum finnst sérstaklega sumarleg.

Hann byrjar á Frizzando 2006 frá Sandhofer, okkar manni í Austurríki.

„Það gerist ekki mikið sumarlegra“ eins og Steingrímur segir:

FRIZZANDO D’VILLA VINEA 2006 frá Sandhofer er einn af sumarsmellunum 2007. Þetta er tiltölulega lítið vínhús (15 hektarar) í Neusiedlersee sem hefur getið sér gott orð í Austurríki og er ánægjulegt að sjá með fulltrúa í vínbúðunum hér. Frizzando er vín sem freyðir en er samt ekki alveg freyðivín. Fersk vínber og gul þroskuð epli og gular perur í fersku, örlítið sætu og aðallega yndislegu léttfreyðandi víni. Austurríkismenn kalla vín sem þessi Perlwein, þau perla en freyða ekki. Það gerist ekki mikið sumarlegra.
1.790 kr. 88/100“ (Mbl. 13.7.2007)

Ég mæli með þessu víni beint úr ísskápnum, fyrir mat, með mat, eftir mat.

Undir mat, ofan á mat, út á mat.

Endurmat, greiðslumat, fasteignamat.

Eða bara eitt og sér.

Annars var ég hálfgerður klaufi að auglýsa vínið alls staðar á 1.790 kr. því það kostar víst óvart 1.850 kr. Það mætti reyna að biðja um 60 krónur endurgreitt við kassann í Vínbúðunum – nú eða bíða þangað til ég lækka vínið í rétt verð sem verður á næstu vikum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, morgunblaðið, sandhofer

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s