Þuklað á Búrgundarvínum – 2004 árgangur kominn til landsins

.

Loksins!

Loksins, loksins, loksins.

Nú er sendingin góða frá Búrgúnd komin til landsins. Í gær. Lucien Le Moine og Domaine Jean Grivot.

Hún kom með hitastýrðum flutningum við 15°C til að öfgahitastig á flutningsleiðinni myndu ekki skaða þessar viðkvæmu sálir.

Ég gekk samt úr skugga um að allt væri í lagi með því að opna nokkra kassa og þukla á fáeinum glerjum.

En til að vera alveg viss þá opnaði ég eina og þar sem að hún var nú opin ákvað ég bara að drekka hana í kvöld með tengdamömmu sem mætti í grillaðan kjúlla og bakaðar kartöflur. Salat úr garðinum.

Það var Bourgogne 2004 frá Lucien Le Moine sem er inngangsrauðvínið í hans seríu. Ég var svo afskaplega sæll með þetta vín og lofar það góðu með framhaldið. Það hefur ferskan og mjög svo heillandi ilm með tónum af berjum, rauðu greipi, jörð, mosa og pínulítilli eik, sýran nokkur og smávegis biturleiki (minnti mig aðeins á Barbera þrúguna frá Ítalíu hvað þetta varðar) sem gerir það að betra matarvíni.

Búrgúndarvínin frá þessum tveimur framleiðendum munu ekki fást í Vínbúðunum heldur einungis með sérpöntun og ganga þeir fyrir sem eru á póstlista Víns og matar. Stór hluti er þegar frátekinn.

Auglýsingar

3 athugasemdir

Filed under búrgúnd, frakkland, grivot, lucien le moine

3 responses to “Þuklað á Búrgundarvínum – 2004 árgangur kominn til landsins

  1. hvernig fer ég að því að panta?

  2. Sendu tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is með magni og kennitölu og við munum koma pöntuninni af stað í kerfinu hjá ÁTVR og við látum þig svo vita. Hér sérðu allan listann en eitthvað er uppselt https://vinogmatur.wordpress.com/2007/05/05/fyrstu-vinin-fra-burgund/

  3. Og Bourgogne Rouge sem ég var að smakka í síðasta bloggi kostar 2.690 kr., sömuleiðis Bourgogne Blanc.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s