Tvær bíómyndir um 1976 vínsmakkið í París

Tvær bandarískar bíómyndir eru í bígerð þar sem byggt er á sama efni, nefnilega Paríssmökkuninni 1976 þar sem vín frá Kalíforníu höfðu betur í blindsmakki gegn vínum frá Frakklandi (lestu þetta blogg þar sem ég fjalla um endurtekningu smökkunarinnar 2006).

Þetta kemur fram á vef Dr. Vino

Önnur, The Judgment of Paris, er svokölluð „official“ útgáfa í samræmi við óskir breska smakkarans Steven Spurrier sem tók þátt í 1976 atburðinum. Þar hafa verið nefndir ekki síðri leikarar en Hugh Grant eða Jude Law í hlutverk Spurriers.

Hin er sett þessari til höfuðs (eða öfugt) og heitir Bottle Shock. Þar mun hinn stórgóði Alan Rickman fara með hlutverk Spurriers.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessar myndir ætla að ná dramatískri spennu út úr vínsmakki en samkvæmt San Francisco Chronicle er að finna m.a. þessa mögnuðu setningu í handriti síðari myndarinnar:

„I’d leave my wife in the gutter for another taste of that voluptuous noble fluid with subtle hints of magnificent licorice and cooked ripe black currant.“

Þarna er alvörukrítík á ferðinni, ekkert létt hjal.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, frakkland, fréttir, kvikmyndir, vínsmökkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s