Monthly Archives: ágúst 2007

Hjálp óskast við að koma Flaugergues í kjarna

.

Það þurfa aðeins að seljast nokkrir tugir flaska í Vínbúðunum af rauðvíninu Chateau de Flaugergues frá S-Frakklandi til þess að það komist í kjarna Vínbúðanna.

Ef það nær þeim áfanga er vera þessa í Vínbúðunum a.m.k. ár héðan í frá tryggð auk þess sem vínið fær dreyfingu í fleiri Vínbúðir.

Við getum það með þinni hjálp.

Ég get ekki drukkið svona mikið óstuddur.

Það væri gaman ef þeir sem hafa unað þessu víni fram að þessu og þeir sem vilja prófa eitt af skemmtilegri vínum sem hafa rekið hingað frá ströndum S-Frakklands hjálpi því að ná áfanganum góða með því að skunda í Vínbúðina í Kringlunni eða Heiðrúnu og kaupa flösku(r).

Chateau de Flaugergues [sjató dö flausjarg] kostar 1.750 kr.

Takk fyrir hjálpina.

Færðu inn athugasemd

Filed under áskorun, flaugergues, frakkland, vínbúðirnar

Querceto Chianti 2005 í Mogganum

.

Querceto Chianti fær 86 stig í Mogganum um helgina.

„[U]ngur, matvænn Chianti“ segir Steingrímur.

Querceto Chianti 2005 er einfaldur og ódýr Chianti frá hinum stórgóða framleiðanda Castello di Querceto sem er þekktast fyrir Chianti Classico vín sín. Þrúgurnar í þetta vín koma þó ekki nema að hluta frá ekrum fyrirtækisins af ekrum þess í kringum Greve og hlýtur því hina einfaldari skilgreiningu „Chianti“ án viðbótarinnar „Classico“. Þetta er ungur, matvænn Chianti með kirsuberjum, smá glussa og kryddi í nefi. Ágætlega sýrumikið og mjúkt í munni. 1.390 krónur. 86/100.“ (Mbl.)

Vitlaust mynd birtist í greininni, í staðinn fyrir Chianti er mynd af Chianti Classico víni framleiðandans Castello di Querceto.

Querceto Chianti 2005 kostar 1.390 kr. og fæst í Heiðrúnu og Kringlunni.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, chianti classico, dómar, morgunblaðið

Chester vídeóbloggar um sitt eigið vín The Dead Arm 2005

Vonandi styttist í að Chester Osborne, eigandi og víngerðarmaður hjá d’Arenberg, mæti til Íslands og haldi vínsmökkun með okkur en þangað til verður að láta sér nægja að horfa á vídeó af kallinum á YouTube.

Hér smakkar hann sitt rómaðasta vín The Dead Arm 2005

Það er ástæða til að endurtaka að þetta er í alvörunni ekki Egill Helgason með ástralskan hreim í Hawaii skyrtu.

Við eigum eitthvað til af The Dead Arm 2004 en 2005 árgangur kemur síðar í vetur. Vínið fæst eingöngu með því að sérpanta í gegnum Vínbúðirnar eða þú sendir okkur tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is og við önnumst um sérpöntunarferlið fyrir þig.

Smelltu hér til að skoða vídeóbloggið hans Chester um The Dead Arm 2005 á YouTube. Einnig má sjá hann vídeóblogga um hin tvö stóryrki víngerðarinnar; The Ironstone Pressings 2005 (smelltu hér) og The Coppermine Road 2005 (smelltu hér).

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, sjónvarp

Uppskrift – Sítrónukjúklingur með pönnusteiktum kúrbít

Ítalskar uppskriftabækur eru oft mis-„ítalskar“ þegar rýnt er í kjölinn en bókin Florence frá Williams Sonoma fyrirtækinu í Bandaríkjunum er mjög ekta. Hún fjallar um matargerð í Flórens með tilheyrandi uppskriftum og flottum myndum.

Mælum með henni.

Elduðum hinn ítalska rétt sítrónukjúkling um helgina og bárum fram með kúrbítssalatinu hér fyrir neðan. Við höfum einhvern tímann eldað sítrónukjúlla áður en hann var frekar dauflegur. Þessi heppnaðist hins vegar vel og held ég að þetta sé einhver besti heimalagaði kjúlli sem við höfum eldað og því ástæða til að blása þessa uppskrift upp hér á netinu.

Sítrónukjúklingur – Pollo arrosto al limone:

1 heill kjúklingur
2 msk olífuolía
salt og pipar
2 sítrónur

Ferskur kjúlli er fylltur með tveimur heilum sítrónum (notuðum límónur), makaður með ólífuolíu og saltaður og pipraður. Settur í eldfast mót sem hefur verið létt ólífuolíuborið og inn í 170°C ofn í klukkutíma og korter. Þegar soðið fer að drjúpa má moka því yfir kjúllann til að fá fallegri áferð en við slepptum því svo sem. Kjúllinn síðan tekinn út og soðið sett í lítinn pott ásamt 3 matskeiðum af vatni. Sítrónur skornar í tvennt og kreistar út í (varúð! – þær eru sjóðandi heitar og springa auðveldlega). Soðið í 2 mínútur þar til sósan þykknar aðeins. Hellt yfir kjúllann eða hann fyrst skorinn niður og síðan hellt yfir og borinn fram.

Við bárum sítrónukjúklinginn fram með öðrum rétti sem finnst í þessari ágætu bók, pönnusteiktum kúrbít. Átti vel saman.

Pönnusteiktur kúrbítur – Zucchini trifolati

1 stór kúrbítur eða 2 litlir
1 desílíter olífuolía
2 söxuð hvítlauksrif
2 msk söxuð steinselja
salt og pipar

Ólífuolían hituð á pönnu við meðahita og hvítlaukurinn settur út í í svona 2 mínútur (gætið að brenna ekki). Kúrbítur skorinn í teninga og settur á pönnuna í 15-20 mínútur. Þegar hann er tilbúinn er steinselju bætt út í og rétturinn borinn fram. Létt saltað og piprað.

Drukkum með hvítvínið Grecante frá Arnaldo Caprai en rauðvín eins og Chianti Classico frá Castello di Querceto væri líka gott.

Notið eingöngu extra vergine ólífuolíu – t.d. Fontodi sem fæst í Fylgifiskum Suðurlandsbraut eða Caprai sem fæst í Kokku á Laugaveginum.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, castello di querceto, fontodi, matur, uppskrift

CDQ fær 5 stjörnur í Decanter — þrisvar sinnum

.

Allt er þá er þrennt er.

Castello di Querceto gerir það gott í ágúst-hefti Decanter.

Þrjú vín fá fullt hús stiga, 5 stjörnur.

Ég man ekki eftir því að svo mörg vín frá einum og sama framleiðandanum hafi náð hæstu einkunn í sama Decanter blaðinu.

Ég bíð nú spenntur eftir að fá blaðið sent í pósti. Kýldi á ársáskrift í leiðinni.

Vínin þrjú sem fengu fimmstyrnið eru Chianti Classico 2005 (fæst núna í Vínbúðunum), Chianti Classico Riserva 2003 (fæst aftur í haust) og Chianti Classico Il Picchio Riserva 2003.

Ég er forvitinn að lesa hversu mörg önnur vín frá Toskana fá hæstu einkunn því ég geri ráð fyrir að hlutur Castello di Querceto sé ansi feitur.

Smelltu hér til að lesa dómana í fullri lengd á vefsíðu Castello di Querceto.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, dómar, decanter

Hvaða límmiði finnst þér bestur?

Miðarnir 12 sem hafa prýtt flöskur okkar í Vínbúðunum síðasta árið eða svo hafa runnið sitt skeið á enda. Þetta hefur gengið vel, fólk kunni að meta það að sjá flöskur merktar okkur í hillunum til að hjálpa sér að velja traust vín.

Það var kannski helst að dýramyndirnar illu ruglingi þar sem ekki var meiningin að drekka viðkomandi vín með því dýri sem prýddi límmiða þess.

Nú tekur nýr límmiði við. Í þetta sinn ætlum við að hafa eingöngu eina tegund í gangi en ekki 12 og engar myndir (nema sá „asnalegi“ verði fyrir valinu). Miðinn verður jafn þekkjanlegur og áður enda sömu litir ráðandi, hvítur, svartur og rauður. Hugmyndin er að skerpa betur á lógóinu sjálfu og gera það vel þekkjanlegt.

Kúl.

En stóra spurningin er hver þessara 6 verður fyrir valinu.

Hvað finnst þér?

Okkur þætti voða vænt að heyra þína skoðun.

Á meðan þetta millibilsástand ríkir í límmiðamálunum má búast við því að æ færri flöskur með okkar miða sjáist í hillunum – eða þangað til nýr miði fer í prentun og þjóðin getur andað léttar.

15 athugasemdir

Filed under límmiðar

Gary Vaynerchuk heldur vínsmökkun hjá Conan O’Brian

Það hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá Gary Vaynerchuk sem heldur úti Wine Library TV vídeóblogginu (smelltu til að sjá hann vídeóblogga um The Hermit Crab).

Gary var gestur hjá Conan O’Brian síðasta miðvikudag og lét hann Conan smakka nokkur vín og jappla á alls kyns efnum sem menn finna gjarnan í víni eins og tóbaki, kirstuberjum, mold og grasi.

Og sveittum sokki.

Þetta er frekar fyndið.

Færðu inn athugasemd

Filed under grín og glens, sjónvarp, vínsmökkun, wine library tv

Disney tekur rottuvínið af markaðinum

.

Ef einhver getur látið okkur elska rottur þá er það Disney.

Nýja teiknimyndin þeirra í samvinnu við Pixar er myndin um rottukokkinn Ratatouille og af sýnishorninu að dæmi er þetta drepfyndin mynd, ekki síst fyrir matgæðinga. Kúnstin er jú að gera mynd sem höfðar jafnt til barna og foreldra.

Disney ætlaði að ganga svo langt til að ná eyrum, augum og bragðlaukum foreldranna að þeir voru tilbúnir með samnefnt rottuvín á markaðinn sem sýndi glaðbeitta rottu með glas í hendi.

En California Wine Institute sagði „no, no“ við þessu og óttaðist hvaða áhrif þess konar auglýsingarherferð gæti haft á börn sem kynnu að falast eftir flöskunni góðu. Það yrði líklegast í fyrsta skipti sem vínstofnun tæki að sér svo siðferðilegt hlutverk.

Vínið var tekið af markaðinum.

Á Decanter blogginu veltir Adam Lechmere því hins vegar fyrir sér hvort þessi hörðu andmæli stofnunarinnar amerísku gætu stafað af því að vínið í flöskunni reyndist vera franskt en ekki amerískt.

Það væri þó ekki?

2 athugasemdir

Filed under decanter, kvikmyndir, matur, vín, Vínblogg

Emporio í Gestgjafanum

.

Sikileyska rauðvínið Emporio sem rennur undan rifjum Firriato víngerðarinnar (en er merkt VINARTE fyrirtækinu á flöskumiðanum) fær 3 1/2 glas í nýjasta Gestgjafanum.

Umfjöllunin er hluti af nýjum pistli sem heitir „Nýtt í reynslu“ og fjallar um vín sem eru nýbyrjuð í Vínbúðunum og fást þá einungis í Kringlunni og Heiðrúnu. Pistillinn sá er hluti af nýju útliti vínumfjöllunar í blaðinu þar sem gamla formið er brotið upp og lofar það góðu um framhaldið.

Um Emporio rauðvínið er það að segja að í því blandast tvær þrúgur sem ég man ekki eftir að ég hafi séð saman í nokkru víni áður. Það virðist virka vel að temja hina villtu þrúgu Nero d’Avola með hinni jarðbundnari Sangiovese. Það er einmitt þessi frumlega blanda sem vekur hvað helst áhuga þeirra mæðgina Dominique og Eymars.

EMPORIO NERO D’AVOLA SANGIOVESE 20043 1/2 glas
Þetta vín er samvinnuverkefnhi sikileyska framleiðandans Firriato og alþjóðlega víngerðarfyrirtækisins IWS. Þar er Ástralinn Kym Milne MW fremstur í fylkingu og hann er jafnframt einn fyrsti erlendi víngerðarmaðurinn til að vinna á Ítalíu. Þessi al-ítalska blanda er með opinn og flókinn ilm af kirsuberjum, tóbaki, kaffi, dökku súkkulaði, möndlum og kryddi. Á tungunni er það milt með þurrt tannín og finna má krydd, kirsuber, jarðarber og milda eik. Skemmtilegt bæði í nefi og munni og lýsir það einkennum beggja þrúgna virkilega vel. Drekkist með matarmiklu pasta, bragðmiklum pítsum eða Miðjarðarhafskjötréttum.
Verð 1.390 kr. (R)
Okkar álit: Afar athyglisvert og gott vín. Skemmtileg blanda beggja þrúgna sem kemur á óvart, mjög vel gert. “ (Gestgjafinn 9. tbl. 2007)

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, firriato, Gestgjafinn