Emporio í Gestgjafanum

.

Sikileyska rauðvínið Emporio sem rennur undan rifjum Firriato víngerðarinnar (en er merkt VINARTE fyrirtækinu á flöskumiðanum) fær 3 1/2 glas í nýjasta Gestgjafanum.

Umfjöllunin er hluti af nýjum pistli sem heitir „Nýtt í reynslu“ og fjallar um vín sem eru nýbyrjuð í Vínbúðunum og fást þá einungis í Kringlunni og Heiðrúnu. Pistillinn sá er hluti af nýju útliti vínumfjöllunar í blaðinu þar sem gamla formið er brotið upp og lofar það góðu um framhaldið.

Um Emporio rauðvínið er það að segja að í því blandast tvær þrúgur sem ég man ekki eftir að ég hafi séð saman í nokkru víni áður. Það virðist virka vel að temja hina villtu þrúgu Nero d’Avola með hinni jarðbundnari Sangiovese. Það er einmitt þessi frumlega blanda sem vekur hvað helst áhuga þeirra mæðgina Dominique og Eymars.

EMPORIO NERO D’AVOLA SANGIOVESE 20043 1/2 glas
Þetta vín er samvinnuverkefnhi sikileyska framleiðandans Firriato og alþjóðlega víngerðarfyrirtækisins IWS. Þar er Ástralinn Kym Milne MW fremstur í fylkingu og hann er jafnframt einn fyrsti erlendi víngerðarmaðurinn til að vinna á Ítalíu. Þessi al-ítalska blanda er með opinn og flókinn ilm af kirsuberjum, tóbaki, kaffi, dökku súkkulaði, möndlum og kryddi. Á tungunni er það milt með þurrt tannín og finna má krydd, kirsuber, jarðarber og milda eik. Skemmtilegt bæði í nefi og munni og lýsir það einkennum beggja þrúgna virkilega vel. Drekkist með matarmiklu pasta, bragðmiklum pítsum eða Miðjarðarhafskjötréttum.
Verð 1.390 kr. (R)
Okkar álit: Afar athyglisvert og gott vín. Skemmtileg blanda beggja þrúgna sem kemur á óvart, mjög vel gert. “ (Gestgjafinn 9. tbl. 2007)

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, firriato, Gestgjafinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s