Disney tekur rottuvínið af markaðinum

.

Ef einhver getur látið okkur elska rottur þá er það Disney.

Nýja teiknimyndin þeirra í samvinnu við Pixar er myndin um rottukokkinn Ratatouille og af sýnishorninu að dæmi er þetta drepfyndin mynd, ekki síst fyrir matgæðinga. Kúnstin er jú að gera mynd sem höfðar jafnt til barna og foreldra.

Disney ætlaði að ganga svo langt til að ná eyrum, augum og bragðlaukum foreldranna að þeir voru tilbúnir með samnefnt rottuvín á markaðinn sem sýndi glaðbeitta rottu með glas í hendi.

En California Wine Institute sagði „no, no“ við þessu og óttaðist hvaða áhrif þess konar auglýsingarherferð gæti haft á börn sem kynnu að falast eftir flöskunni góðu. Það yrði líklegast í fyrsta skipti sem vínstofnun tæki að sér svo siðferðilegt hlutverk.

Vínið var tekið af markaðinum.

Á Decanter blogginu veltir Adam Lechmere því hins vegar fyrir sér hvort þessi hörðu andmæli stofnunarinnar amerísku gætu stafað af því að vínið í flöskunni reyndist vera franskt en ekki amerískt.

Það væri þó ekki?

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under decanter, kvikmyndir, matur, vín, Vínblogg

2 responses to “Disney tekur rottuvínið af markaðinum

  1. hildigunnur

    ég hlakka verulega til að sjá Ratatouille, hún er eina myndin sem ég hef séð fá 100% á Rotten Tomatoes…

  2. Vá, það er rétt – ég hef aldrei séð svo góða einkunn þar. Hún fékk líka frábæra dóma í The New Yorker.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s