Hvaða límmiði finnst þér bestur?

Miðarnir 12 sem hafa prýtt flöskur okkar í Vínbúðunum síðasta árið eða svo hafa runnið sitt skeið á enda. Þetta hefur gengið vel, fólk kunni að meta það að sjá flöskur merktar okkur í hillunum til að hjálpa sér að velja traust vín.

Það var kannski helst að dýramyndirnar illu ruglingi þar sem ekki var meiningin að drekka viðkomandi vín með því dýri sem prýddi límmiða þess.

Nú tekur nýr límmiði við. Í þetta sinn ætlum við að hafa eingöngu eina tegund í gangi en ekki 12 og engar myndir (nema sá „asnalegi“ verði fyrir valinu). Miðinn verður jafn þekkjanlegur og áður enda sömu litir ráðandi, hvítur, svartur og rauður. Hugmyndin er að skerpa betur á lógóinu sjálfu og gera það vel þekkjanlegt.

Kúl.

En stóra spurningin er hver þessara 6 verður fyrir valinu.

Hvað finnst þér?

Okkur þætti voða vænt að heyra þína skoðun.

Á meðan þetta millibilsástand ríkir í límmiðamálunum má búast við því að æ færri flöskur með okkar miða sjáist í hillunum – eða þangað til nýr miði fer í prentun og þjóðin getur andað léttar.

15 athugasemdir

Filed under límmiðar

15 responses to “Hvaða límmiði finnst þér bestur?

 1. hildigunnur

  númer 3 fær mitt atkvæði. Hreinn og snyrtilegur.

  Skil samt eiginlega ekki hvers vegna það er stórt M í matur, ekki alveg skv. íslenskum ritvenjum…

 2. Fyrsti og annar í efstu röð. Þriðji finnst mér of tómlegur. Þessi með asnanum er flottur en á hann að vera eitthvað tákn fyrir fyrirtækið?

  Sammála Hildigunni annars með rithátt. Er þá ekki bara betra að hafa þetta bara í hástöfum?

 3. Kjartan

  Sá lengst til hægri í efri línu. Einfaldur. Er sammála Hildigunni með M í matur.

 4. Sigmarsdóttir

  Mér finnst bestur sá sem er lengst til vinstri í annari röð. Stórt M í matur er bara cool en asninn „soldið“ asnalegur !!

 5. valþór

  1 eða 2… langbestir.

 6. Númer 3 með engu nema nafninu á.

 7. Mér finnst tvímælalaust þessi með asnanum bestur. Gefur þessu öllu dáldið meira líf

 8. Asnin er flottastur, það er skemmtilegra að hafa mynd á miðanum. Mér finnst margir af þessum tólf miðum skemmtilegir líka. Ég myndi alls ekki
  taka þessa með línunum það er eitthvað of hannað og byrjað að líta út eins
  og strikamerki. Stórt M

 9. Aðalsteinn Ingólfsson

  Asninn, engin spurning

 10. Takk Fyrir Öll Þessi Góðu Komment. Það er eins og 1 og 3 séu að koma best út í þessari könnun – en það er enn ekki búið að loka kjörkössum né telja utankjörstaðaratkvæði.

 11. Benedikt Karl Gröndal

  Mér finnst límmiðinn með asnanum flottastur. Hann er jafnframt mjög stílhreinn og það er sál í honum. Það hefur meira aðdráttarafl finnst mér. Asninn gefur þessu líf og hlýju.

 12. asninn er málið. sjarminn yfir honum minnir mig á sjálfan mig sem áhorfanda sólarlags í suðurfrakklandi eftir auðveldan vinnudag á akrinum sem mestmegnis var fólgin í að smakka tvo búrgúnda sem á einhvern undarlegan hátt virtust ekki vera sama vínið þrátt fyrir að koma af sama akrinum og reyndar úr sömu tunnunni. en ég var bara einfaldlega sannfærður um að það væri einhver munur. samt báðir nokkuð góðir.

  já asninn er málið

 13. Auður

  Nr. 2 – þessi með nafninu og rauðum hring. Annars sorglegt að hinir 12 séu að fara, hef svo gaman af þeim…

 14. Jón Lárus

  Mér finnst sá síðasti bestur.

 15. Berglind

  1 finnst mér langbestur og sá næstflottasti er 2. Mér finnst dýramyndirnar vera flottar, hlýlegt yfirbragð sem mér finnst betra en þetta minimalíska og passar finnst mér betur við „huggulega fjölskyldufyrirtækið“ sem Vín og matur er.
  Svo er ég sammála því að stórt M ætti að víkja fyrir litlu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s